Erlent

Minni kröfur á gáfnaprófi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Þúsundir lögreglumanna vantar til starfa í Svíþjóð næstu árin.
Þúsundir lögreglumanna vantar til starfa í Svíþjóð næstu árin. Mynd/Epa
Þúsundir lögreglumanna vantar til starfa í Svíþjóð næstu árin. Til þess að fleiri komist að í náminu hafa kröfur um ákveðna lágmarkseinkunn á gáfnaprófi verið minnkaðar. Síðastliðið vor komust 266 áfram í öllu inntökuferlinu en nemaplássin voru 300.

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir deildarstjóra hjá lögregluyfirvöldum að lægri kröfur á gáfnaprófi þýði ekki að minni kröfur séu gerðar til þeirra sem verða lögreglumenn. Líta verði á heildarferlið. Þeir sem ná gáfnaprófinu eru teknir í viðtal og gangast síðan undir persónuleikapróf.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×