Erlent

Hundsaði vopnaðan ræningja

Samúel Karl Ólason skrifar
Ahmed rétti viðskiptavini kebab og gekk svo á brott.
Ahmed rétti viðskiptavini kebab og gekk svo á brott.
Eigandi Kebabstaðar í Christchurch í Nýja-Sjálandi beitti heldur óhefðbundinni leið til þess að verjast vopnuðum ræningja fyrr á árinu. Maður vopnaður skammbyssu ruddist inn á staðinn og heimtaði að eigandinn myndi setja alla peninga á veitingastaðnum í bakpoka sinn.

Í stað þess að láta ræningjann fá peningana, hundsaði eigandinn hann alfarið og kláraði að afgreiða pöntun viðskiptavinar og svo gekk hann í burtu. Ræninginn sat einn eftir með sárt ennið og gekk hann svo vonsvikinn og ringlaður á brott.

Atvikið mun hafa átt sér stað í maí, en lögreglan birti nýverið myndband úr öryggiskerfi veitingastaðarins vegna rannsóknar á málinu.

Maðurinn sem var svo rólegur er frá Egyptalandi og heitir Ahmed

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu og svo tvö viðtöl við Ahmed.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×