Erlent

Keisarinn ætlar að stíga til hliðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Akihito, keisari Japan.
Akihito, keisari Japan. Vísir/EPA
Keisari Japan ætlar sér að stíga til hliðar á næstu árum og mun sonur hans taka við. Hinn 82 ára gamli keisari, Akihito, hefur átt við heilsuvandamál að stríða og segist ekki vilja vera keisari ef hann þurfi að draga úr skyldum sínum.

Elsti sonur hans, prinsinn Naruhito, mun taka við honum sem Keisari. Hann er 56 ára gamall.

Keisarinn sinnir að mestu formlegum skyldum í Japan en embættið er mjög mikils virt af Japönum. Samkvæmt BBC yrði Akihito fyrsti keisarinn til að stíga til hliðar í 200 ár.

Faðir Akihito hét Hirohito og var hann talinn vera lifandi guð í Japan. Þar til Bandaríkin sviptu hann þeim titli eftir seinni heimstyrjöldina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×