Þingmenn kvöddu Cameron með lófataki Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2016 13:45 David Cameron yfirgefur Downingstræti 10 í dag. Vísir/EPA David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, var kvaddur af breskum þingmönnum með lófaklappi. Hann hélt í dag síðasta fyrirspurnatíma sinn á þinginu, en hann fer á fund drottningarinnar í dag og biðst formlega lausnar. Theresa May mun að því loknu funda með drottningunni og sækjast eftir umboði til að mynda ríkisstjórn. Sem svo oft áður var föstum skotum skotið á þinginu í dag, en þingmenn virtust þó skemmta sér mjög vel. Fjölmargir brandarar voru sagðir og var létt yfir þingmönnum. Hér hefur BBC tekið saman bestu atvik þingfundarins í dag.Forvitnir geta séð atriðið um Svarta riddarann, sem Cameron líkti Jeremy Corbyn við, hér. David Cameron varði gjörðir sínar þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra Bretlands, en hann hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár. Á þeim tíma hefur margt komið upp. Til dæmis var David Cameron fyrsti leiðtogi ríkisstjórnar samstarfsflokka í Bretlandi frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar.Yngstur í 200 ár Hann var 43 ára þegar hann tók við sem forsætisráðherra af Tony Blair árið 2010 og var hann yngsti forsætisráðherra Bretlands í rúm 200 ár. Cameron leiddi Íhaldsflokkin nær miðjunni og er sagður hafa nútímavætt hann. Árið 2013 fór hann fremstur í fylkingu um að gera hjónaband samkynhneigðra löglegt. Það var samþykkt af þinginu en Cameron tapaði stuðningi íhaldssamra þingmanna Íhaldsflokksins. Cameron stóð við bakið á uppreisnarhópum í Líbýu og hvatti hann Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að gera slíkt hið sama. Í september 2011 var Cameron tekið sem hetju þegar hann heimsótti Líbýu ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Cameron lofaði því að Líbýa myndi ekki enda eins Írak. Gagnrýnendur hans segja hins vegar að það hafi þó gerst á endanum og stendur enn yfir mikil óöld í Líbýu. Hann sóttist svo eftir því að breska þingið samþykkti loftárásir gegn herafla Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, árið 2013. Þingmenn neituðu hins vegar að styðja Cameron og var tillaga hans felld í þinginu. Bretar hófu þó loftárásir gegn ISIS í Írak árið 2014 og svo í Sýrlandi ári seinna.Lagði allt undir Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar í Bretlandi í forsætisráðherratíð Cameron. Fyrst árið 2011 um breytingar á kosningalögum í Bretlandi og svo árið 2014 þegar Skotar kusu um að yfirgefa Bretland. Í báðum atkvæðagreiðslunum bar hlið Cameron sigur úr býtum, þó naumlega í Skotlandi. Vegna þrýstings frá stjórnarandstöðuflokkum og íhaldssamra þingmanna í Íhaldsflokknum tilkynnti Cameron í fyrra að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Breta Í Evrópusambandinu. Hann lagði allt í að honum tækist að sannfæra Breta um að vera áfram í ESB, en svo varð ekki. Meirihluti Breta kaus að yfirgefa sambandið og Cameron tilkynnti afsögn sína. Það sem meira er, þá kaus yfirgnæfandi meirihluti Skota að vera áfram í ESB og í kjölfarið af atkvæðagreiðslunni hefur hávær umræða um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Skota í ESB farið af stað. Tengdar fréttir Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands? 12. júlí 2016 13:45 Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. 12. júlí 2016 23:22 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
David Cameron, fráfarandi forsætisráðherra, var kvaddur af breskum þingmönnum með lófaklappi. Hann hélt í dag síðasta fyrirspurnatíma sinn á þinginu, en hann fer á fund drottningarinnar í dag og biðst formlega lausnar. Theresa May mun að því loknu funda með drottningunni og sækjast eftir umboði til að mynda ríkisstjórn. Sem svo oft áður var föstum skotum skotið á þinginu í dag, en þingmenn virtust þó skemmta sér mjög vel. Fjölmargir brandarar voru sagðir og var létt yfir þingmönnum. Hér hefur BBC tekið saman bestu atvik þingfundarins í dag.Forvitnir geta séð atriðið um Svarta riddarann, sem Cameron líkti Jeremy Corbyn við, hér. David Cameron varði gjörðir sínar þau sex ár sem hann hefur verið forsætisráðherra Bretlands, en hann hefur verið leiðtogi Íhaldsflokksins í ellefu ár. Á þeim tíma hefur margt komið upp. Til dæmis var David Cameron fyrsti leiðtogi ríkisstjórnar samstarfsflokka í Bretlandi frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar.Yngstur í 200 ár Hann var 43 ára þegar hann tók við sem forsætisráðherra af Tony Blair árið 2010 og var hann yngsti forsætisráðherra Bretlands í rúm 200 ár. Cameron leiddi Íhaldsflokkin nær miðjunni og er sagður hafa nútímavætt hann. Árið 2013 fór hann fremstur í fylkingu um að gera hjónaband samkynhneigðra löglegt. Það var samþykkt af þinginu en Cameron tapaði stuðningi íhaldssamra þingmanna Íhaldsflokksins. Cameron stóð við bakið á uppreisnarhópum í Líbýu og hvatti hann Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að gera slíkt hið sama. Í september 2011 var Cameron tekið sem hetju þegar hann heimsótti Líbýu ásamt Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands. Cameron lofaði því að Líbýa myndi ekki enda eins Írak. Gagnrýnendur hans segja hins vegar að það hafi þó gerst á endanum og stendur enn yfir mikil óöld í Líbýu. Hann sóttist svo eftir því að breska þingið samþykkti loftárásir gegn herafla Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, árið 2013. Þingmenn neituðu hins vegar að styðja Cameron og var tillaga hans felld í þinginu. Bretar hófu þó loftárásir gegn ISIS í Írak árið 2014 og svo í Sýrlandi ári seinna.Lagði allt undir Þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur hafa verið haldnar í Bretlandi í forsætisráðherratíð Cameron. Fyrst árið 2011 um breytingar á kosningalögum í Bretlandi og svo árið 2014 þegar Skotar kusu um að yfirgefa Bretland. Í báðum atkvæðagreiðslunum bar hlið Cameron sigur úr býtum, þó naumlega í Skotlandi. Vegna þrýstings frá stjórnarandstöðuflokkum og íhaldssamra þingmanna í Íhaldsflokknum tilkynnti Cameron í fyrra að haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla um veru Breta Í Evrópusambandinu. Hann lagði allt í að honum tækist að sannfæra Breta um að vera áfram í ESB, en svo varð ekki. Meirihluti Breta kaus að yfirgefa sambandið og Cameron tilkynnti afsögn sína. Það sem meira er, þá kaus yfirgnæfandi meirihluti Skota að vera áfram í ESB og í kjölfarið af atkvæðagreiðslunni hefur hávær umræða um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Skota í ESB farið af stað.
Tengdar fréttir Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands? 12. júlí 2016 13:45 Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00 Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58 Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. 12. júlí 2016 23:22 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Hver er þessi næsti forsætisráðherra Bretlands? 12. júlí 2016 13:45
Theresa May tekur við af Cameron í dag Theresa May, nýr leiðtogi breska Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands, er sögð ótúreiknanleg og erfið viðureignar. 13. júlí 2016 06:00
Þjóðverjar setja pressu á nýjan forsætisráðherra Bretlands Angela Merkel vill að Bretar drífi sig í því að hefja viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 12. júlí 2016 17:58
Reiknað með að May skipi konur í æðstu ráðherrastöður Bretlands Theresa May hefur lengi barist fyrir auknum tækifærum kvenna í breskum stjórmálum. 12. júlí 2016 23:22