Lægri tollar – fleiri kostir neytenda Ólafur Stephensen skrifar 13. júlí 2016 11:11 Margir neytendur hafa undanfarna daga ákveðið að beina viðskiptum sínum til keppinauta Mjólkursamsölunnar, eftir að Samkeppniseftirlitið ákvað að sekta MS um tæplega hálfan milljarð vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Keppinautar MS á innanlandsmarkaði eru fáir og smáir. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er dregin upp mynd af markaði þar sem MS og Kaupfélag Skagfirðinga eru í sameiningu í nánast algjörri einokunarstöðu og ráða því sem þeim sýnist. Margar tegundir mjólkurvöru á Íslandi eru eingöngu framleiddar af MS og tengdum fyrirtækjum og kostir neytenda eru því takmarkaðir.Allir kaupa hrámjólk af MS Forstjóri MS benti líka á í viðtali á Bylgjunni 11. júlí að það væri ekki stórt áhyggjuefni þótt neytendur beindu viðskiptum sínum til minni keppinauta MS í vinnslu mjólkurvara. Þeir kaupa nefnilega allir hrámjólk af MS, sem er eini seljandi hennar á Íslandi. Keppinautarnir eiga ekki val um hvar þeir kaupa hráefnið og þótt neytendur beini viðskiptum sínum til þeirra fær MS alltaf nokkuð fyrir sinn snúð. Þetta er óheilbrigt kerfi, sem ástæða er til að vinda ofan af. Samkeppni á að ríkja í mjólkuriðnaði eins og öðrum atvinnugreinum á Íslandi og samkeppnislög eiga að gilda fullum fetum um greinina eins og aðrar. Samkeppniseftirlitið hefur áður lagt til að MS yrði skipt upp í smærri fyrirtæki. Félag atvinnurekenda hefur tekið undir það og sagt að nú séum við að nálgast þann tímapunkt að ástæða sé fyrir samkeppnisyfirvöld að beita þeim lagaheimildum sem þau hafa til að brjóta upp einokunarrisann.Skjótvirkasta leiðinSlíkt ferli tekur hins vegar tíma. Skjótvirkasta leiðin til að fjölga kostum neytenda er að lækka tolla á innfluttum mjólkurvörum þannig að þær verði samkeppnishæfar við innlenda framleiðslu. Þetta hafa margir lagt til; síðast Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í skýrslu sem unnin var fyrir landbúnaðarráðherra um mjólkuriðnaðinn. Til þessa hafa stjórnmálamennirnir ekki hlustað. Í búvörusamningum, sem Alþingi á eftir að taka afstöðu til, er þannig ákvæði um að það eigi að hækka tollana á innfluttum mjólkurvörum og styrkja þannig enn einokunarstöðu MS. Alþingi á að sjálfsögðu að hafna slíkum samningum og ákveða þess í stað að lækka tollana og fjölga þannig valkostum neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Margir neytendur hafa undanfarna daga ákveðið að beina viðskiptum sínum til keppinauta Mjólkursamsölunnar, eftir að Samkeppniseftirlitið ákvað að sekta MS um tæplega hálfan milljarð vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Keppinautar MS á innanlandsmarkaði eru fáir og smáir. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er dregin upp mynd af markaði þar sem MS og Kaupfélag Skagfirðinga eru í sameiningu í nánast algjörri einokunarstöðu og ráða því sem þeim sýnist. Margar tegundir mjólkurvöru á Íslandi eru eingöngu framleiddar af MS og tengdum fyrirtækjum og kostir neytenda eru því takmarkaðir.Allir kaupa hrámjólk af MS Forstjóri MS benti líka á í viðtali á Bylgjunni 11. júlí að það væri ekki stórt áhyggjuefni þótt neytendur beindu viðskiptum sínum til minni keppinauta MS í vinnslu mjólkurvara. Þeir kaupa nefnilega allir hrámjólk af MS, sem er eini seljandi hennar á Íslandi. Keppinautarnir eiga ekki val um hvar þeir kaupa hráefnið og þótt neytendur beini viðskiptum sínum til þeirra fær MS alltaf nokkuð fyrir sinn snúð. Þetta er óheilbrigt kerfi, sem ástæða er til að vinda ofan af. Samkeppni á að ríkja í mjólkuriðnaði eins og öðrum atvinnugreinum á Íslandi og samkeppnislög eiga að gilda fullum fetum um greinina eins og aðrar. Samkeppniseftirlitið hefur áður lagt til að MS yrði skipt upp í smærri fyrirtæki. Félag atvinnurekenda hefur tekið undir það og sagt að nú séum við að nálgast þann tímapunkt að ástæða sé fyrir samkeppnisyfirvöld að beita þeim lagaheimildum sem þau hafa til að brjóta upp einokunarrisann.Skjótvirkasta leiðinSlíkt ferli tekur hins vegar tíma. Skjótvirkasta leiðin til að fjölga kostum neytenda er að lækka tolla á innfluttum mjólkurvörum þannig að þær verði samkeppnishæfar við innlenda framleiðslu. Þetta hafa margir lagt til; síðast Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í skýrslu sem unnin var fyrir landbúnaðarráðherra um mjólkuriðnaðinn. Til þessa hafa stjórnmálamennirnir ekki hlustað. Í búvörusamningum, sem Alþingi á eftir að taka afstöðu til, er þannig ákvæði um að það eigi að hækka tollana á innfluttum mjólkurvörum og styrkja þannig enn einokunarstöðu MS. Alþingi á að sjálfsögðu að hafna slíkum samningum og ákveða þess í stað að lækka tollana og fjölga þannig valkostum neytenda.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun