Viðskipti innlent

Fjörutíu indverskar athafnakonur heimsóttu athafnakonur á Íslandi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íslenskar og indverskar athafnakonur hittust á dögunum.
Íslenskar og indverskar athafnakonur hittust á dögunum. mynd/fka
Um fjörutíu athafnakonur frá Indlandi komu hingað til lands á dögunum og heimsóttu Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) og kynntust íslenskum konum, fyrirtækjum og vörum en síðastliðið haust skrifaði FKA undir samstarfssamning við Félag kvenna í atvinnulífinu á Indlandi (FICCI).

Í tilkynningu frá FKA segir að á meðal þeirra sem indversku konurnar fengu að kynnast sé Fida Abu Libdeh framkvæmdastjóri og mestofnandi geoSilica en í mars síðastliðnum var skrifað undir samstarfssamning á milli geoSilica og Midori sem er fyrirtæki í innflutningi og dreifingu á Indlandi.

,,Við erum að fara til Nýju Delí núna í lok júlí og erum mjög spennt, ótrúlegt að hafa náð svona langt innan tveggja ára frá því að varan okkar kom á markað, þetta er algjör draumur,“ er haft eftir Fidu Abu í tilkynningu.

FKA leggur mikið upp úr alþjóðasamstarfi og segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri félagsins að það sé ánægjulegt að sjá þegar samstarf þess og tengslanet stuðli að auknum viðskiptum og núna að útflutningin félagskvenna til Indlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×