Erlent

Jeremy Corbyn: Verður með í komandi leiðtogakjöri breska Verkamannaflokksins

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Corbyn var himinlifandi þegar hann kom út af fundi miðstjórnarinnar.
Corbyn var himinlifandi þegar hann kom út af fundi miðstjórnarinnar. Vísir/Getty
Jeremy Corbyn verður á meðal þeirra sem munu keppast um forystusæti breska Verkamannaflokksins. Stjórnmálamaðurinn var himinlifandi í kvöld eftir að miðstjórn flokksins úrskurðaði um að nafn hans myndi fara sjálfkrafa á kjörseðilinn í komandi leiðtogakjöri. Corbyn, sem er núverandi leiðtogi flokksins, hefur verið að berjast við öfl í eigin herbúðum sem vilja hann burt.

Efast var um að hann fengi þann stuðning sem reglur flokksins segja til um að þurfi til þess að mega bjóða sig fram til forystu. Til þess að þykja gjaldgengur í leiðtoga slaginn þarf samþykki 51 eins þingmanns úr flokknum en talið er að Corbyn hafi einungis stuðning 40 þeirra.

Fundað var um málið í kvöld og þá ákvað miðstjórn flokksins að núverandi leiðtogi væri undanskyldur þessum reglum. Corbyn var himinlifandi og sagði eftir fundinn við blaðamenn að hann ætlaði sér nú að einbeita sér kosningabaráttunni.

Angela Eagle hefur barist fyrir því að verða næsta leiðtogaefni Verkamannaflokksins. Flokkurinn barðist fyrir því að Bretland yrði áfram í Evrópusambandinu en uppi hafa verið vangaveltur þess að Corbyn hafi ekki verið sammála meirihluta flokks síns í því máli.

The Guardian fjallar ítarlega um málið.


Tengdar fréttir

Vilja skjótan skilnað

Leiðtogar Evrópu í Evrópusambandinu vilja skýr svör og skjótan skilnað við Bretland. Mikill hiti var í ráðamönnum þegar Evrópuþing kom saman. Á sama tíma og ráðamenn rífast er ólga í bresku samfélagi. Þingmaðurinn Pat Glass hefur fengið líflátshótanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×