Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt
Spenna er mikil á svæðinu en samkvæmt frétt Reuters er ekki búist við að deilan muni hafa áhrif á skipaflutninga um svæðið á næstu vikum. Kína hefur þegar gefið út að úrskurðurinn muni ekki hafa áhrif á skipaleiðir. Hins vegar þykir líklegt að úrskurðurinn muni leiða til frekari spennu á svæðinu.
Skipaleiðin á milli Spratly eyjanna og Paracel eyjanna er beinasta leiðin til norðaustur Asíu og ríkustu ríkjanna þar eins og Kína, Japan og Suður-Kóreu. Stór hluti skipaflutninga í heiminum fer um hafsvæðið.
Bandaríkin hafa kallað eftir því að Kínverjar og aðrir sem koma að deilunni fylgi niðurstöðunni eftir. Taívan hefur einnig gert tilkall til eyja í Suður-Kínahafi, en úrskurðurinn kemur sér ekki vel fyrir þá. Utanríkisráðuneyti Taívan segir að þeir muni heldur ekki sætta sig við niðurstöðuna.
"Why does China want the South China Sea?" & more questions as tribunal rules on China's claim to #SouthChinaSea pic.twitter.com/mOmKTJFxnY
— GoogleTrends (@GoogleTrends) July 12, 2016