Erlent

Taugatitringur á mörkuðum vegna Suður-Kínahafs

Samúel Karl Ólason skrifar
Skip strandgæslu Kína í Suður-Kínahafi.
Skip strandgæslu Kína í Suður-Kínahafi. Vísir/EPA
Titringur hefur verið á mörkuðum í dag vegna niðurstöðu Alþjóðagerðardómsins í Haag vegna deilunnar í Suður-Kínahafi. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Kína ætti ekki yfirráðarétt yfir bróðurparti hafsins né þeim auðlindum sem þar væri að finna. Kínverjar hafa brugðist reiðir við, þeir segja dóminn vera umboðslausan og að herafli landsins muni verja hagsmuni þess.

Sjá einnig: Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt

Spenna er mikil á svæðinu en samkvæmt frétt Reuters er ekki búist við að deilan muni hafa áhrif á skipaflutninga um svæðið á næstu vikum. Kína hefur þegar gefið út að úrskurðurinn muni ekki hafa áhrif á skipaleiðir. Hins vegar þykir líklegt að úrskurðurinn muni leiða til frekari spennu á svæðinu.

Skipaleiðin á milli Spratly eyjanna og Paracel eyjanna er beinasta leiðin til norðaustur Asíu og ríkustu ríkjanna þar eins og Kína, Japan og Suður-Kóreu. Stór hluti skipaflutninga í heiminum fer um hafsvæðið.

Bandaríkin hafa kallað eftir því að Kínverjar og aðrir sem koma að deilunni fylgi niðurstöðunni eftir.  Taívan hefur einnig gert tilkall til eyja í Suður-Kínahafi, en úrskurðurinn kemur sér ekki vel fyrir þá. Utanríkisráðuneyti Taívan segir að þeir muni heldur ekki sætta sig við niðurstöðuna.






Tengdar fréttir

Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn

Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína vegna Suður-Kínahafs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×