Malm-kommóður innkallaðar í Kína Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2016 11:43 Malm-kommóða í Ikea-verslun í Kína. vísir/getty Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að innkalla Malm-kommóður í Kína eftir þrýsting frá yfirvöldum þar. Um 1,7 milljónir kommóða sem voru framleiddar á árunum 1999 til 2016 verða innkallaðar í Kína þar sem kommóðurnar eru ekki taldar uppfylla öryggiskröfur. Áður hefur Ikea innkallað Malm-kommóður í Norður-Ameríku vegna dauðsfalla og alvarlegra slysa sem urðu þar aðallega á börnum vegna kommóðanna þar sem þær höfðu oltið. Ríkisfjölmiðillinn í Kína gagnrýndi Ikea á dögunum fyrir að sýna kæruleysi þar sem innköllunin á vörunni hefði ekki náð til fleiri landa. „Möguleg hætta af því að húsgögn velti er mikið vandamál í allri húsgagnaframleiðslu. Ikea lofar að vera gott fordæmi þegar kemur að því að takast á við þessa áskorun,“ sagði Ikea á heimasíðu sinni. Rétt er að geta þess að innköllun á Malm-kommóðum nær ekki til Íslands eða annarra landa en Kína, Bandaríkjanna og Kanada. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda hér á landi. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ sagði Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í viðtali við Vísi þegar kommóðurnar voru innkallaðar í Bandaríkjunum. Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Sænski húsgagnaframleiðandinn Ikea hefur ákveðið að innkalla Malm-kommóður í Kína eftir þrýsting frá yfirvöldum þar. Um 1,7 milljónir kommóða sem voru framleiddar á árunum 1999 til 2016 verða innkallaðar í Kína þar sem kommóðurnar eru ekki taldar uppfylla öryggiskröfur. Áður hefur Ikea innkallað Malm-kommóður í Norður-Ameríku vegna dauðsfalla og alvarlegra slysa sem urðu þar aðallega á börnum vegna kommóðanna þar sem þær höfðu oltið. Ríkisfjölmiðillinn í Kína gagnrýndi Ikea á dögunum fyrir að sýna kæruleysi þar sem innköllunin á vörunni hefði ekki náð til fleiri landa. „Möguleg hætta af því að húsgögn velti er mikið vandamál í allri húsgagnaframleiðslu. Ikea lofar að vera gott fordæmi þegar kemur að því að takast á við þessa áskorun,“ sagði Ikea á heimasíðu sinni. Rétt er að geta þess að innköllun á Malm-kommóðum nær ekki til Íslands eða annarra landa en Kína, Bandaríkjanna og Kanada. Kommóðan er ein mest selda kommóða í heimi og hefur til að mynda notið mikilla vinsælda hér á landi. „Malm-kommóðan er, eins og flestar kommóður Ikea, hugsuð til þess að standa upp við vegg en ekki frístandandi úti á miðju gólfi. Við höfum því verið að hvetja fólk til þess að festa þær með þar til gerðum festingum við vegg, eins og ýmis önnur húsgögn sem Ikea framleiðir og selur, enda setur fyrirtækið öryggi á heimilinu á oddinn,“ sagði Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi í viðtali við Vísi þegar kommóðurnar voru innkallaðar í Bandaríkjunum.
Tengdar fréttir Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48 Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Minnti á „Black Friday“: Rifist um kommóður í IKEA 800 kommóður seldust á 25 mínútum. 26. apríl 2016 12:48
Ikea innkallar Malm-kommóður í Norður-Ameríku Ikea hefur ákveðið að innkalla 29 milljónir Malm-kommóða í Bandaríkjunum og Kanada í kjölfar þess að þrjú börn létust í Bandaríkjunum þar sem Malm-kommóða valt og lenti á barninu. 28. júní 2016 17:10