Viðskipti innlent

Veitingaveldið vex: Birgir Bieltvedt kaupir Café París

sæunn gísladóttir skrifar
Hjónin Birgir og Eygló eru hluthafar í fjölmörgum veitingakeðjum.
Hjónin Birgir og Eygló eru hluthafar í fjölmörgum veitingakeðjum.
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna B2B ehf., sem er í eigu athafnamannsins Birgis Þórs Bieltvedt og Eygló Bjarkar Kjartansdóttur, og Café Parísar.

Hjónin eru mjög umsvifamikil í veitingarekstri á höfuðborgarsvæð- inu en þau eru hluthafar í PizzaPizza ehf., sem rekur Domino’s Pizza, Joe Iceland ehf. sem rekur Joe & the Juice, sem og Gló eignarhaldsfélagi ehf. sem rekur veitingastaði undir nafninu Gló. Þau eiga einnig félagið Eyju sem á meirihluta í Jubileum sem rekur veitingahúsin Jómfrúna og Snaps. Eyja hefur einnig yfiráð yfir HRC Íslandi ehf. sem hefur fengið sérleyfi til rekstrar Hard Rock Café á Íslandi.

Hinn 29. júní síðastliðinn var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um yfirtöku B2B á rekstri Café Parísar. Í úrskurði Samkeppniseftirlitsins kemur fram að það sé mat eftirlitsins að þessi samhruni hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Því leiði samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þannig séu ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans.

Í byrjun júní festi Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group), stærsta pitsukeðja Bretlands, kaup á minnihluta í rekstri Domino’s á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð. Kaupverðið nam 24 milljónum punda, jafnvirði 3,8 milljarða króna á núverandi gengi.

Vísir greindi svo frá því í gær að Domino’s tekur yfir rekstur Pizzunnar að hluta til í sumar en félagið Pizza-Pizza ehf. sem rekur Domino’s hefur keypt tvo staði rekstrarfélagsins G. Arnfjörð sem rekur Pizzuna. Staðirnir sem um ræðir eru að Ánanaustum og í Gnoðarvogi. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem hefur heimilað samrunann.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×