Erlent

Iðrast kaupa á kynlífsþjónustu

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Strippdansarar
Strippdansarar Mynd/Nordicphotos
Yfir 700 Norðmenn hafa á síðustu tveimur árum leitað ráðgjafar eftir að hafa brotið lögin um vændiskaup. Helmingurinn keypti kynlífsþjónustu erlendis, að sögn norska ríkisútvarpsins.

Margir eru sagðir óttast að hafa smitast af kynsjúkdómum eða skammast sín fyrir að hafa brotið lögin.

Norskum ríkisborgurum er óheimilt að kaupa vændi í Noregi og löndum utan Noregs.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×