Lífið

Deilt um hvort hamborgari sé samloka

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hvað er þá samlokuborgarinn frá Burger King? Er það samloka eða borgari? Er einhver stigsmunur á milli? Af hverju þarf annars tvö nöfn?
Hvað er þá samlokuborgarinn frá Burger King? Er það samloka eða borgari? Er einhver stigsmunur á milli? Af hverju þarf annars tvö nöfn? Vísir
Sveinn Birkir Björnsson, fyrrum ritstjóri Reykjavík Grapevine, kastaði fram fullyrðingu á Twitter í kvöld sem hefur orðið til þess að valda heljarinnar deilum og jafnvel vinaslitum. Í færslu sinni skrifaði hann að „strangt til tekið væri hamborgari samloka“.

Ekki virðast allir Twitter-notendur geta skrifað undir þessa skilgreiningu hjá Svein Birki. Einn félagi hans bendir á að þetta sé skilgreiningaratriði. Til dæmis sé hægt að kalla brauð með sveppum, sósu og osti pitzu en ekki brauðsneið. Þá vakni upp spurningar hvort megi strangt til tekið kalla pitzu-sneið sem brauðsneið og svo framvegis.

Annar athugul Twitter notandi spyr þá hvort pylsa sé tæknilega séð samloka líka? Einnig velta menn því fyrir sér hvort hamborgari sé sérstök tegund af samloku eins og til dæmis langlokur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×