Bandaríkin ætla að senda 560 hermenn til Írak. Þar munu þeir taka þátt í baráttunni gegn Íslamska ríkinu með því að þjálfa og aðstoða heimamenn. Eftir aukninguna verða 4.650 bandarískir hermenn í Írak, flestir eru þeir í þjálfunar- og ráðgjafahlutverkum.
Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta í óvæntri heimsókn sinni til Írak í dag. Þar fundaði hann með Khaled al-Obaidi, varnarmálaráðherra Írak.
Hermennirnir nýju munu halda til í Qayara flugstöðinni suður af Mosul, en hún var nýverið tekin úr höndum ISIS. Írakskir hermenn mættu lítilli mótspyrnu þegar þeir tóku herstöðina, en frelsun hennar er liður í því að frelsa Mosul. Borgin var önnur stærsta borg Írak fyrir innrás ISIS 2014 og er helsta vígi samtakanna í Írak.
Samkvæmt frétt BBC hefur Haider al-Abadi, forsætisráðherra Írak, heitið því að frelsa borgina á árinu. Hins vegar ekki ljóst hvenær aðgerðin mun hefjast að fullu.
Senda fleiri hermenn til Írak

Tengdar fréttir

Fallúja komin úr höndum ISIS
Forsætisráðherra Íraks hvatti í dag landsmenn alla til að fagna eftir að stjórnarher landsins náði aftur borginni.

Íraksstríðið vanhugsað hernaðarbrölt
Sjö ára rannsókn Chilcots lávarðar leiðir í ljós að Bretar héldu árið 2003 að vanhugsuðu máli og að óþörfu út í stríð í Írak með Bandaríkjunum. Tony Blair biðst afsökunar á afdrifaríkum og sársaukafullum mistökum, en segir allt hafa verið gert í góðri trú.

Þarf að bregðast við tengslum við hryðjuverkasamtök
Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi vill að stjórnvöld á Íslandi grípi til aðgerða vegna tengsla hryðjuverkasamtaka við móðurfélag Stofnunar múslima á Íslandi.

ISIS-liðar herða tökin á kynlífsþrælum sínum
Nota smáforrit til að selja þræla sín á milli.