Erlent

Sonur Bin Laden heitir hefndum

Samúel Karl Ólason skrifar
Osama bin Laden var felldur árið 2011.
Osama bin Laden var felldur árið 2011. Vísir/Getty
Hamza bin Laden, sonur Osama bin Laden, ætlar sér að halda báráttu föður síns gegn Bandaríkjunum áfram. Hann heitir því að hefna dauða Osama. Sonurinn sendi nýverið frá sér hljóðupptöku sem ber nafnið „Við erum öll Osama“.

Samkvæmt Site Intelligence samtökunum sem fylgjast með hryðjuverkasamtökum á samfélagsmiðlum er ræðan 21 mínúta að lengd og var það birt nú um helgina.

Reuters segir frá því að í ræðunni heiti Hamza hefndum fyrir árásina sem Osama Bin Laden var felldur árið 2011. Sérsveitarmenn fóru á þyrlum til Pakistan þar sem þeir ruddu sér leið inn í húsnæði þar sem bin Laden hafði verið í felum í um árabil.

Hamza segir Bandaríkjamenn bera ábyrgð á ákvörðunum stjórnenda sinna. Honum er ætlað að vera nýtt andlit Al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna sem hafa átt í vandræðum með að laða ungt fólk til sín undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×