Erlent

Fjölskylda kærir Sýrland fyrir dauðsfall blaðamanns

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Marie Colvin var verðlaunaður stríðsfréttaritari.
Marie Colvin var verðlaunaður stríðsfréttaritari. Vísir/EPA
Fjölskylda bandaríska blaðamannsins Marie Colvin, sem lést í Sýrlandi árið 2012, hafa kært sýrlensku ríkisstjórnina fyrir að hafa valdið dauða hennar.

Colvin og franski ljósmyndarinn Remi Ochlik létust í sýrlensku borginni Homs er þau fluttu fréttir af átökunum í Sýrlandi.

Í kærunni er því haldið fram að háttsettir sýrlenskir embættismenn hafi látið sýrlenska herinn gera sérstaka loftárás á myndver blaðamannanna tveggja.

Ætlunin hafi verið að þagga niður í fjölmiðlum sem fjölluðu um átökin þar í landi. Kæran var lögð fram í Bandaríkjunum en búist er við að hún verði einnig lögð fram í Frakklandi þar sem franska lögreglan hefur rannsakað lát Ochlik sem morð.

Colvin og Ochlik höfðu bæði unnið til fjölda verðlauna á sviði stríðsblaðamennsku. Hafði COlvin meðal annars misst annað augað og gekk hún að jafnaði um með lepp fyrir auganu.


Tengdar fréttir

Lík fréttamanna flutt til Damaskus

Sendiherra Frakklands í Sýrlandi og fulltrúi frá pólska sendiráðinu hafa tekið við líki bandarísku fréttakonunnar Marie Colvin en hún lést við skyldustörf í borginni Homs fyrr í mánuðinum.

Tveir blaðamenn létust í Sýrlandi

Talið er að 40 hafi látist í sprengjuárás stjórnarhersins í Sýrlandi í dag. Atvikið átti sér stað í borginni Homs en yfirvöld í Sýrlandi hafa látið sprengjum rigna á borgina síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×