28 tíma seinkun á flugi WOW til Dublin Jóhann ÓLI EIÐSSON skrifar 29. júlí 2016 22:05 Umrædd vél er leiguvél sem félagið notar þar sem afhending á nýrri Airbus vél tafðist. Vísir/vilhelm 28 klukkutíma seinkunn varð á flugi WOW Air til Dublin. Vélin átti að leggja af stað frá Keflavík klukkan sex í morgunn en brottför hefur verið seinkað til klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum mætt til Keflavíkur klukkan fjögur og komin inn í vél. Síðan tók við bið í vélinni áður en okkur var hent út vegna bilunar,“ segir farþegi í samtali við fréttastofu. Farþegar biðu síðan í sex klukkustundir á flugvellinum áður en þeim var tjáð að flugið myndi frestast enn frekar. Þeir hafi því keyrt til Reykjavíkur á nýjan leik. „Síðan fengum við skilaboð um að flugið ætti að fara í loftið núna klukkan ellefu í kvöld þannig við keyrðum aftur til Keflavíkur. Þegar við komum þangað var okkur tjáð að fluginu hefði aftur verið seinkað.“Aðeins erlendir farþegar eiga rétt á hóteli „Okkur þykir þetta miður en flugöryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, í samtali við fréttastofu. Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 757 og er leiguvél hjá WOW frá bandaríska flugfélaginu National Air Cargo. „Við tókum hana inn tímabundið til að brúa bil hjá okkur eftir að afhending tafðist á glænýrri Airbus A321 vél,“ segir Svanhvít. Nýja vélin á að koma til landsins næstu helgi. „Erlendum farþegum hefur verið útvegað hótel,“ segir Svanhvít. Aðspurð segir hún að íslenskir farþegar eigi ekki rétt á hóteli verði seinkun hér á landi. Gert sé ráð fyrir að þeir fari til síns heima. „Við ítrekum það að okkur þykir leitt að svona hafi farið.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35 Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. 28. júlí 2016 15:05 Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW Erfitt að meta hvort þetta þetta flokkist undir harkalega meðferð, segir framkvæmdastjórinn. 19. júlí 2016 11:22 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
28 klukkutíma seinkunn varð á flugi WOW Air til Dublin. Vélin átti að leggja af stað frá Keflavík klukkan sex í morgunn en brottför hefur verið seinkað til klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum mætt til Keflavíkur klukkan fjögur og komin inn í vél. Síðan tók við bið í vélinni áður en okkur var hent út vegna bilunar,“ segir farþegi í samtali við fréttastofu. Farþegar biðu síðan í sex klukkustundir á flugvellinum áður en þeim var tjáð að flugið myndi frestast enn frekar. Þeir hafi því keyrt til Reykjavíkur á nýjan leik. „Síðan fengum við skilaboð um að flugið ætti að fara í loftið núna klukkan ellefu í kvöld þannig við keyrðum aftur til Keflavíkur. Þegar við komum þangað var okkur tjáð að fluginu hefði aftur verið seinkað.“Aðeins erlendir farþegar eiga rétt á hóteli „Okkur þykir þetta miður en flugöryggi er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, í samtali við fréttastofu. Flugvélin sem um ræðir er af gerðinni Boeing 757 og er leiguvél hjá WOW frá bandaríska flugfélaginu National Air Cargo. „Við tókum hana inn tímabundið til að brúa bil hjá okkur eftir að afhending tafðist á glænýrri Airbus A321 vél,“ segir Svanhvít. Nýja vélin á að koma til landsins næstu helgi. „Erlendum farþegum hefur verið útvegað hótel,“ segir Svanhvít. Aðspurð segir hún að íslenskir farþegar eigi ekki rétt á hóteli verði seinkun hér á landi. Gert sé ráð fyrir að þeir fari til síns heima. „Við ítrekum það að okkur þykir leitt að svona hafi farið.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35 Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. 28. júlí 2016 15:05 Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW Erfitt að meta hvort þetta þetta flokkist undir harkalega meðferð, segir framkvæmdastjórinn. 19. júlí 2016 11:22 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
WOW air kaupir fjórar nýjar vélar Listaverð flugvélanna eru 55 milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2016 11:35
Viðsnúningur hjá WOW: Mikill hagnaður í ár miðað við tap í fyrra Heildartekjur flugfélagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2016 námu 11,7 milljörðum króna en það er 107 prósent aukning miðað við sama tímabil í fyrra. 28. júlí 2016 15:05
Hraustlega tekið á töskum við fermingu flugvélar WoW Erfitt að meta hvort þetta þetta flokkist undir harkalega meðferð, segir framkvæmdastjórinn. 19. júlí 2016 11:22