Forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, festi í dag kaup á 100 þúsund hlutum í félaginu fyrir 2,8 milljónir króna.
Verð per hlut var 27,95 króna. Eftir viðskiptin á Björgólfur 1,4 milljónir hluta í félaginu sem á núverandi gengi (28) er um fjörutíu milljón króna virði.
Eins og Vísir greindi frá hefur gengi bréfa í Icelandair Group hríðlækkað í dag, eða um 7,74 prósent það sem af er degi. Ástæða þess má rekja til þess að afkomuspá félagsins var færð niður vegna óvissu á mörkuðum.
