Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Jakob Bjarnar skrifar 28. júlí 2016 11:24 Helena flúði frá Noregi og gerir ráð fyrir því að vera eftirlýst þar. Framsalsbeiðni liggur fyrir hjá innanríkisráðuneytinu. Helena Brynjólfsdóttir lætur sér fátt fyrir brjósti brenna; hún greip til þess ráðs, þegar til stóð að ættleiða dótturson hennar úr fjölskyldunni, til norskrar fjölskyldu, að flýja til Íslands með drenginn. Hún gerir ráð fyrir því að vera nú eftirlýst í Noregi. Ljóst má vera að málið hefur tekið gríðarlega á hana, og skal engan undra en frásögn hennar er afar skilmerkileg. Sagan sem Helena hefur að segja er átakanleg, spennandi og lærdómsrík í senn. Svo virðist sem sæluríkið Noregur sé kannski ekki alveg eins fullkomið og margur ætlar. Barnaverndaryfirvöld þar sæta nú mikilli gagnrýni fyrir gerræðisleg vinnubrögð.Dey frekar en að fara með barnið aftur til Noregs af fúsum og frjálsum vilja Fljótlega eftir að Helena og dóttursonur hennar komu til Íslands gerði hún íslenskum yfirvöldum grein fyrir veru sinni hér og í síðustu viku fékk hún bréf frá innanríkisráðuneytinu og var gert mæta á fund. Sá fundur var haldinn í gær og reyndist hann Helenu erfiður. Framsalsbeiðni liggur fyrir og norska barnaverndarnefndin er búin að skipa íslenskan lögmann í málið. „Ég fer ekki með barnið aftur til Noregs af fúsum og frjálsum vilja. Heldur dey ég,“ segir Helena. Hún gerir því ráð fyrir að fá stefnu frá hinum íslenska lögmanni og þannig mun málið væntanlega rata fyrir íslenska dómsstóla. Málið er ofurviðkvæmt.Drengurinn heitir Eyjólfur og er skírður í höfuð bróður Helenar.„Maður er í lausu lofti. En þeir í Noregi bera fyrir sig einhver ákvæði í Haag-samningnum. Að það sé hægt að framselja börn samkvæmt honum. En manni finnst það ótrúlegt ef senda á 5 ára gamlan íslenskan ríkisborgara til norskrar fjölskyldu,“ segir Helena.Dóttir Helenar lendir í slæmum félagsskap Allt þetta á sér eðli máls samkvæmt aðdraganda. Þannig er að Helena og dætur hennar þrjár fluttu til Noregs árið 2013. „Ári seinna fer dóttir mín, sem á þennan strák, inní slæman félagsskap. Hún fór að reykja gras, taka inn lyf og fleira. Og það er þá sem barnaverndarnefnd blandast inní málið. Þetta er ári eftir að við komum til Noregs, eða 2014. En, strákurinn hefur í rauninni alltaf búið hjá mér meira og minna. Þetta er tvítug stúlka, hún átti drenginn fimmtán ára gömul, þannig að hann hefur búið hjá mér allt sitt líf fyrir utan þessa þrjá mánuði sem hann bjó hjá henni þarna í Noregi.“ Dóttir Helenar ákvað að taka á sínum málum. Hún fór í meðferð, en hún skráði sig út úr þeirri meðferð vegna þess að þar var svo mikil neysla, að sögn móður hennar. Hún vildi komast í aðra meðferð, sérstaka kvennameðferð, en þar var ekkert laust fyrr en í haust. „Það átti að gerast nú í sumar. En, það var í maí á þessu ári sem þeir úrskurða barnið frá henni til 18 ára aldurs.“Skálað fyrir áramótum í norskri meðferðHelena segir að dóttur sinni gangi ágætlega í dag, en henni brá í brún þegar hún og ein dóttir hennar fóru til að heimsækja þá sem var í meðferðinni. Þetta var á gamlársdag og þá sáu þau fólk koma í hús með áfengi. Þau spurðu hvort þetta gæti talist eðlilegt en var þá tjáð af þeirri sem í meðferðinni var að af því að það væru áramót, þá væri undantekning gerð. Helena segist þekkja ágætlega til meðferðarmála, og hún segist efast stórlega um að Þórarinn Tyrfingsson myndi fallast á að þetta teldist eðlilegur liður í meðferðarstarfi, jafnvel þó áramót væru.Nú býður Helena þess sem verða vill og vonast til þess að njóta stuðnings íslenskra yfirvalda.Helena segir það einkennandi fyrir hið norska kerfi að þar eigi fólk sér ekki viðreisnar von hafi það einhvern tíma misst fótana. Það sé brennimerkt fyrir eitthvað það sem það gerði í fortíðinni, en ekki sé litið til þess hvernig því vegni í dag eða hvort það sé að taka á sínum málum eða ekki.Móðursystir drengsins vill taka hann að sérFjölskyldan ákvað að bregðast við þessari aðsteðjandi vá, að drengurinn yrði sendur til vandalausra hvar hann hefði átt erfitt með að tjá sig. „Ég er náttúrlega orðinn fimmtug, komin á þann aldur að maður er ekkert sá allra besti í barnauppeldi, en við fórum fram á, við barnaverndarnefndina norsku, áður en þessi úrskurður féll, að systir hennar, sem er 26 ára gömul og á 12 ára gamalt barn og mann úti í Noregi; að hún fengi strákinn. Hún hefur einnig, líkt og ég, verið mikið að vera með hann. Það var gert sálfræðimat, barnaverndaryfirvöld töluðu við hana og mann hennar og dóttur og allt kom vel út. Við héldum það öll að að hann færi þangað. Búið var að gera herbergið hans klárt og svona,“ segir Helena en þetta er í Kristiansand.Furðulegar röksemdirEn, þá kom áfallið. Og líkt og öll fjölskyldan væri slegin niður. Barnið skyldi fara í fóstur. „Dóttir mín, sú sem vildi fá strákinn til sín, fór á fund og spurði hvers vegna hún hafi ekki fengið drenginn? Þá kemur það fram hjá barnaverndarnefnd að hún og núverandi maður hennar hafi verið of stutt saman. Tvö ár er markið, en þau hafa verið tæp tvö ár saman. Og þau óttuðust að þau myndu hugsanlega skilja.“ Önnur rök voru nefnd til sögunnar, sem Helena telur stórfurðuleg og stangast í raun á við hin ef að er gáð: „Og hin rökin voru þau að eftir að hafa komið í allar þessar heimsóknir inná heimili þeirra, að þau hafi það svo gott saman sem fjölskylda að koma drengsins gæti raskað því.“ Þetta þykir Helenu furðu sæta. Hún segist ekki vera á móti því að barnaverndarnefnd grípi inní þegar svo ber undir, hún sé alls ekki að gagnrýna það sem slíkt. En, öfugsnúnar forsendur sem þessar sé ekki hægt að sætta sig við.Ákveður að flýja til Íslands Helena segir að þau hrannist nú upp mál sem tengjast gerræði hinna norsku barnaverndaryfirvalda. „Þeir eru alveg úti úr kortinu með barnaverndarmál. Mótmæli mikil hafa verið í Noregi og víða um heim; þau brjóta öll lög og vilja öll börn á fósturheimili. Gefa lítið fyrir dóma mannréttindaráðs og fleiri slíkra aðila.“ Helena er meðlimur í norskum hópi á Facebook hvar þessi mál eru rædd í þaula og málefni barnaverndarnefndarinnar eru í brennidepli. Þar hafa margar skelfilegar sögur verið sagðar. Málið er sem sagt komið í hnút, til stendur að taka drenginn frá fjölskyldu sinni og það er þá sem Helena ákveður að grípa til sinna ráða. „Ég gat ekki hugsað mér að drengurinn færi til norskrar fjölskyldu, sem hann þekkti ekki og einnig vegna tungumálsins. Þó hann geti bjargað sér á norsku þá getur eitt og annað komið upp sem hann getur ekki tjáð sig um.“ Helena segist hafa ráðfært sig við lögmenn, og þeir megi ekki né geti mælt með slíku örþrifaráði sem hún greip til. En, það var engu að síður einn slíkur sem kom þessari hugmynd að hjá Helenu. Að þessi leið væri reynandi; hún gæti verið til þess fallin að fjölskyldan nyti fulltingis íslenskra yfirvalda.Stal dóttursyni sínum„Það má segja að maður hafi stolið barninu. Lagalega er ég þannig gagnvart norskum yfirvöldum,“ segir Helena sem kastaði öllu frá sér. Hún þurfti að hætta í vinnu sinni, hún var nýbúin að kaupa hús... „ég þurfti að láta þetta allt fara til að bjarga drengnum. Og við stóðum bara hér með ferðatösku og erum að reyna að láta þetta sleppa.“ Helena og barnabarn hennar, sem heitir Eyjólfur í höfuðið á látnum bróður Helenar, lentu á Íslandi 8. júní. Og vissu ekkert hvað yrði eða hvernig væri hægt að bjarga þessum málum. Helena er nú í íhlaupavinnu til að ná endum saman.Helena segir óskiljanlegt hvernig barnaverndaryfirvöld komust að þessari niðurstöðu, með að rétt væri að senda drenginn í fóstur frá fjölskyldu sinni.Helena og drengurinn voru í felum á Íslandi. „Þegar ég kom heim talaði ég við innanríkisráðuneytið og barnaverndarnefnd og lét vita af mér. Og þeir sögðust hafa fengið símtal frá norsku barnaverndarnefndinni þar sem því var haldið fram að ég væri horfin, hefði rænt drengnum og ekki væri hægt að ná í mig með nokkru móti. Þetta er reyndar haugalygi, ég er með norska símann minn opinn og þeir hafa aldrei reynt að ná í mig. En, þeir byggja sitt mál uppá því að þeir halda hitt og þetta, en eru ekki með neinar sannanir; já, ég veit, þetta er allt hið furðulegasta mál.“Eftirlýst í NoregiHelena segir barnaverndarnefnd í Noregi sæta mikilli gagnrýni meðal annars vegna gerræðislegrar og fornaldarlegrar afstöðu gagnvart öllum þeim sem greinast með geðræn vandamál, alkóhólisma og öðru slíku tengdu. „Þeir óttast að slíkt fólk smiti börnin sín af því?! En, samt var gerð könnun í Noregi, með börn sem hafa verið send á fósturheimili, að það eru 75 prósent meiri líkur á að þau börn lendi í vandræðum heldur en barn sem elst upp hjá fjölskyldu sinni. Og sjálfsvíg í tengslum við slík mál í Noregi eru víst orðin skuggalega algeng.“ Helena segir óskiljanlegt hvernig barnaverndaryfirvöld komust að þessari niðurstöðu, með að rétt væri að senda drenginn í fóstur frá fjölskyldu sinni. Og hún nefnir dæmi um mál sem sýnir að barnaverndaryfirvöldum í Noregi sé ekki treystandi. Fjölskylda konu sem lenti í svipuðum málum og greint var frá þeim nýverið; bróðir hennar hafði flúið með börnin en fékk svo upplýsingar um að málið hefði hefði verið látið niður falla. En, viku síðar var lögreglan mætt á leikskólann og tók börnin. „Það er ekki hægt að treysta þeim,“ segir Helena.Bíður þess sem verða villHún lýsir því jafnframt að mikið eftirlit sé af hálfu barnaverndaryfirvalda í Noregi, útsendarar þaðan voru búnir að heimsækja leikskóla drengsins oft, þeir hafi komið reglulega til sín, eða tvisvar til þrisvar í viku og fundu ekkert athugavert. Þetta eftirlit stóð í um tvö ár. „Við fengum hrós frá leikskólanum og góða umsögn, en það var ekki nóg.“ Nú býður Helena þess sem verða vill og vonast til þess að njóta stuðnings íslenskra yfirvalda. Hún bíður þess nú milli vonar og ótta hvað verður. „Mér finnst leitt hvernig norsk yfirvöld bregðast við vanda sem þessum,“ segir Helena og ítrekar að henni finnist ekkert að því að barnaverndarnefndir séu til staðar. Og láti til sín taka þegar svo ber undir. En, þau nálgist vandann aldrei heildrænt, né taki tillit til aðstæðna heldur vinna þeir út frá því að fólk er fyrirfram dæmt af einhverju í fortíð sinni. „Við öll erum brennd af þessu máli, hvert í sínu horni, en það er ekki reynt að vinna þetta út frá því hvort fjölskyldan sem heild er tilbúin til að koma að málum og laga það sem áður fór úr skorðum.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira
Helena Brynjólfsdóttir lætur sér fátt fyrir brjósti brenna; hún greip til þess ráðs, þegar til stóð að ættleiða dótturson hennar úr fjölskyldunni, til norskrar fjölskyldu, að flýja til Íslands með drenginn. Hún gerir ráð fyrir því að vera nú eftirlýst í Noregi. Ljóst má vera að málið hefur tekið gríðarlega á hana, og skal engan undra en frásögn hennar er afar skilmerkileg. Sagan sem Helena hefur að segja er átakanleg, spennandi og lærdómsrík í senn. Svo virðist sem sæluríkið Noregur sé kannski ekki alveg eins fullkomið og margur ætlar. Barnaverndaryfirvöld þar sæta nú mikilli gagnrýni fyrir gerræðisleg vinnubrögð.Dey frekar en að fara með barnið aftur til Noregs af fúsum og frjálsum vilja Fljótlega eftir að Helena og dóttursonur hennar komu til Íslands gerði hún íslenskum yfirvöldum grein fyrir veru sinni hér og í síðustu viku fékk hún bréf frá innanríkisráðuneytinu og var gert mæta á fund. Sá fundur var haldinn í gær og reyndist hann Helenu erfiður. Framsalsbeiðni liggur fyrir og norska barnaverndarnefndin er búin að skipa íslenskan lögmann í málið. „Ég fer ekki með barnið aftur til Noregs af fúsum og frjálsum vilja. Heldur dey ég,“ segir Helena. Hún gerir því ráð fyrir að fá stefnu frá hinum íslenska lögmanni og þannig mun málið væntanlega rata fyrir íslenska dómsstóla. Málið er ofurviðkvæmt.Drengurinn heitir Eyjólfur og er skírður í höfuð bróður Helenar.„Maður er í lausu lofti. En þeir í Noregi bera fyrir sig einhver ákvæði í Haag-samningnum. Að það sé hægt að framselja börn samkvæmt honum. En manni finnst það ótrúlegt ef senda á 5 ára gamlan íslenskan ríkisborgara til norskrar fjölskyldu,“ segir Helena.Dóttir Helenar lendir í slæmum félagsskap Allt þetta á sér eðli máls samkvæmt aðdraganda. Þannig er að Helena og dætur hennar þrjár fluttu til Noregs árið 2013. „Ári seinna fer dóttir mín, sem á þennan strák, inní slæman félagsskap. Hún fór að reykja gras, taka inn lyf og fleira. Og það er þá sem barnaverndarnefnd blandast inní málið. Þetta er ári eftir að við komum til Noregs, eða 2014. En, strákurinn hefur í rauninni alltaf búið hjá mér meira og minna. Þetta er tvítug stúlka, hún átti drenginn fimmtán ára gömul, þannig að hann hefur búið hjá mér allt sitt líf fyrir utan þessa þrjá mánuði sem hann bjó hjá henni þarna í Noregi.“ Dóttir Helenar ákvað að taka á sínum málum. Hún fór í meðferð, en hún skráði sig út úr þeirri meðferð vegna þess að þar var svo mikil neysla, að sögn móður hennar. Hún vildi komast í aðra meðferð, sérstaka kvennameðferð, en þar var ekkert laust fyrr en í haust. „Það átti að gerast nú í sumar. En, það var í maí á þessu ári sem þeir úrskurða barnið frá henni til 18 ára aldurs.“Skálað fyrir áramótum í norskri meðferðHelena segir að dóttur sinni gangi ágætlega í dag, en henni brá í brún þegar hún og ein dóttir hennar fóru til að heimsækja þá sem var í meðferðinni. Þetta var á gamlársdag og þá sáu þau fólk koma í hús með áfengi. Þau spurðu hvort þetta gæti talist eðlilegt en var þá tjáð af þeirri sem í meðferðinni var að af því að það væru áramót, þá væri undantekning gerð. Helena segist þekkja ágætlega til meðferðarmála, og hún segist efast stórlega um að Þórarinn Tyrfingsson myndi fallast á að þetta teldist eðlilegur liður í meðferðarstarfi, jafnvel þó áramót væru.Nú býður Helena þess sem verða vill og vonast til þess að njóta stuðnings íslenskra yfirvalda.Helena segir það einkennandi fyrir hið norska kerfi að þar eigi fólk sér ekki viðreisnar von hafi það einhvern tíma misst fótana. Það sé brennimerkt fyrir eitthvað það sem það gerði í fortíðinni, en ekki sé litið til þess hvernig því vegni í dag eða hvort það sé að taka á sínum málum eða ekki.Móðursystir drengsins vill taka hann að sérFjölskyldan ákvað að bregðast við þessari aðsteðjandi vá, að drengurinn yrði sendur til vandalausra hvar hann hefði átt erfitt með að tjá sig. „Ég er náttúrlega orðinn fimmtug, komin á þann aldur að maður er ekkert sá allra besti í barnauppeldi, en við fórum fram á, við barnaverndarnefndina norsku, áður en þessi úrskurður féll, að systir hennar, sem er 26 ára gömul og á 12 ára gamalt barn og mann úti í Noregi; að hún fengi strákinn. Hún hefur einnig, líkt og ég, verið mikið að vera með hann. Það var gert sálfræðimat, barnaverndaryfirvöld töluðu við hana og mann hennar og dóttur og allt kom vel út. Við héldum það öll að að hann færi þangað. Búið var að gera herbergið hans klárt og svona,“ segir Helena en þetta er í Kristiansand.Furðulegar röksemdirEn, þá kom áfallið. Og líkt og öll fjölskyldan væri slegin niður. Barnið skyldi fara í fóstur. „Dóttir mín, sú sem vildi fá strákinn til sín, fór á fund og spurði hvers vegna hún hafi ekki fengið drenginn? Þá kemur það fram hjá barnaverndarnefnd að hún og núverandi maður hennar hafi verið of stutt saman. Tvö ár er markið, en þau hafa verið tæp tvö ár saman. Og þau óttuðust að þau myndu hugsanlega skilja.“ Önnur rök voru nefnd til sögunnar, sem Helena telur stórfurðuleg og stangast í raun á við hin ef að er gáð: „Og hin rökin voru þau að eftir að hafa komið í allar þessar heimsóknir inná heimili þeirra, að þau hafi það svo gott saman sem fjölskylda að koma drengsins gæti raskað því.“ Þetta þykir Helenu furðu sæta. Hún segist ekki vera á móti því að barnaverndarnefnd grípi inní þegar svo ber undir, hún sé alls ekki að gagnrýna það sem slíkt. En, öfugsnúnar forsendur sem þessar sé ekki hægt að sætta sig við.Ákveður að flýja til Íslands Helena segir að þau hrannist nú upp mál sem tengjast gerræði hinna norsku barnaverndaryfirvalda. „Þeir eru alveg úti úr kortinu með barnaverndarmál. Mótmæli mikil hafa verið í Noregi og víða um heim; þau brjóta öll lög og vilja öll börn á fósturheimili. Gefa lítið fyrir dóma mannréttindaráðs og fleiri slíkra aðila.“ Helena er meðlimur í norskum hópi á Facebook hvar þessi mál eru rædd í þaula og málefni barnaverndarnefndarinnar eru í brennidepli. Þar hafa margar skelfilegar sögur verið sagðar. Málið er sem sagt komið í hnút, til stendur að taka drenginn frá fjölskyldu sinni og það er þá sem Helena ákveður að grípa til sinna ráða. „Ég gat ekki hugsað mér að drengurinn færi til norskrar fjölskyldu, sem hann þekkti ekki og einnig vegna tungumálsins. Þó hann geti bjargað sér á norsku þá getur eitt og annað komið upp sem hann getur ekki tjáð sig um.“ Helena segist hafa ráðfært sig við lögmenn, og þeir megi ekki né geti mælt með slíku örþrifaráði sem hún greip til. En, það var engu að síður einn slíkur sem kom þessari hugmynd að hjá Helenu. Að þessi leið væri reynandi; hún gæti verið til þess fallin að fjölskyldan nyti fulltingis íslenskra yfirvalda.Stal dóttursyni sínum„Það má segja að maður hafi stolið barninu. Lagalega er ég þannig gagnvart norskum yfirvöldum,“ segir Helena sem kastaði öllu frá sér. Hún þurfti að hætta í vinnu sinni, hún var nýbúin að kaupa hús... „ég þurfti að láta þetta allt fara til að bjarga drengnum. Og við stóðum bara hér með ferðatösku og erum að reyna að láta þetta sleppa.“ Helena og barnabarn hennar, sem heitir Eyjólfur í höfuðið á látnum bróður Helenar, lentu á Íslandi 8. júní. Og vissu ekkert hvað yrði eða hvernig væri hægt að bjarga þessum málum. Helena er nú í íhlaupavinnu til að ná endum saman.Helena segir óskiljanlegt hvernig barnaverndaryfirvöld komust að þessari niðurstöðu, með að rétt væri að senda drenginn í fóstur frá fjölskyldu sinni.Helena og drengurinn voru í felum á Íslandi. „Þegar ég kom heim talaði ég við innanríkisráðuneytið og barnaverndarnefnd og lét vita af mér. Og þeir sögðust hafa fengið símtal frá norsku barnaverndarnefndinni þar sem því var haldið fram að ég væri horfin, hefði rænt drengnum og ekki væri hægt að ná í mig með nokkru móti. Þetta er reyndar haugalygi, ég er með norska símann minn opinn og þeir hafa aldrei reynt að ná í mig. En, þeir byggja sitt mál uppá því að þeir halda hitt og þetta, en eru ekki með neinar sannanir; já, ég veit, þetta er allt hið furðulegasta mál.“Eftirlýst í NoregiHelena segir barnaverndarnefnd í Noregi sæta mikilli gagnrýni meðal annars vegna gerræðislegrar og fornaldarlegrar afstöðu gagnvart öllum þeim sem greinast með geðræn vandamál, alkóhólisma og öðru slíku tengdu. „Þeir óttast að slíkt fólk smiti börnin sín af því?! En, samt var gerð könnun í Noregi, með börn sem hafa verið send á fósturheimili, að það eru 75 prósent meiri líkur á að þau börn lendi í vandræðum heldur en barn sem elst upp hjá fjölskyldu sinni. Og sjálfsvíg í tengslum við slík mál í Noregi eru víst orðin skuggalega algeng.“ Helena segir óskiljanlegt hvernig barnaverndaryfirvöld komust að þessari niðurstöðu, með að rétt væri að senda drenginn í fóstur frá fjölskyldu sinni. Og hún nefnir dæmi um mál sem sýnir að barnaverndaryfirvöldum í Noregi sé ekki treystandi. Fjölskylda konu sem lenti í svipuðum málum og greint var frá þeim nýverið; bróðir hennar hafði flúið með börnin en fékk svo upplýsingar um að málið hefði hefði verið látið niður falla. En, viku síðar var lögreglan mætt á leikskólann og tók börnin. „Það er ekki hægt að treysta þeim,“ segir Helena.Bíður þess sem verða villHún lýsir því jafnframt að mikið eftirlit sé af hálfu barnaverndaryfirvalda í Noregi, útsendarar þaðan voru búnir að heimsækja leikskóla drengsins oft, þeir hafi komið reglulega til sín, eða tvisvar til þrisvar í viku og fundu ekkert athugavert. Þetta eftirlit stóð í um tvö ár. „Við fengum hrós frá leikskólanum og góða umsögn, en það var ekki nóg.“ Nú býður Helena þess sem verða vill og vonast til þess að njóta stuðnings íslenskra yfirvalda. Hún bíður þess nú milli vonar og ótta hvað verður. „Mér finnst leitt hvernig norsk yfirvöld bregðast við vanda sem þessum,“ segir Helena og ítrekar að henni finnist ekkert að því að barnaverndarnefndir séu til staðar. Og láti til sín taka þegar svo ber undir. En, þau nálgist vandann aldrei heildrænt, né taki tillit til aðstæðna heldur vinna þeir út frá því að fólk er fyrirfram dæmt af einhverju í fortíð sinni. „Við öll erum brennd af þessu máli, hvert í sínu horni, en það er ekki reynt að vinna þetta út frá því hvort fjölskyldan sem heild er tilbúin til að koma að málum og laga það sem áður fór úr skorðum.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fleiri fréttir FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Sjá meira