Viðskipti innlent

Ísland áfram McDonald´s laust

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrsti McDonald's staðurinn sem var opnaður á Íslandi í Skeifunni.
Fyrsti McDonald's staðurinn sem var opnaður á Íslandi í Skeifunni. Vísir/Vilhelm
Hamborgarakeðjan McDonald’s hefur engin áform um að opna útibú hér á landi á nýjan leik að því er fram kemur í skriflegu svari fyrirtækisins við fyrirspurn Viðskiptablaðsins

Lokun McDonald’s var sagður einn af fylgifiskum efnahagshrunsins haustið 2008 en stöðunum í Skeifunni, Smáratorgi og Kringlunni var lokað í lok október árið 2009. Í tilkynningu frá Lyst, sem rak McDonald's, var falli krónunnar kennt um. Við tók skyndibitastaðurinn Metró sem segja má að sé önnur útgáfa af bandarísku keðjunni.

„Hjá McDonald’s tökum við ýmsa þætti til greina þegar við íhugum að opna á nýju markaðssvæði eða í nýju landi. Í augnablikinu höfum við engin áform um að opna veitingastaði á Íslandi,“ segir í svari talsmanns McDonald’s.

Davíð að fá sér Big Mac-borgara á McDonald's á Íslandi árið 1993.vísir/gva
Bandaríska skyndibitakeðja McDonalds opnaði á Íslandi í september 1993.

Húsið við Suðurlandsbraut 56 var byggt sérstaklega fyrir starfsemina sem vakti nokkuð mikla lukku hjá landanum. 

Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra opnaði staðinn með því að gæða sér á fyrsta Big Mac hamborgaranum sem gerður var hér á landi. Þegar mest var voru fjórir McDonalds hamborgarastaðir í Reykjavík.

Síðasti borgarinn sem var keyptur er til sýnis á gistiheimili í Reykjavík en fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrra.

Fréttina má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×