Lífið

Þjóðlögin svo ekta – enda búin að lifa af

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ursel, Anna og Ute túlka íslenska þjóðlagaarfinn á nýjan og persónulegan hátt.
Ursel, Anna og Ute túlka íslenska þjóðlagaarfinn á nýjan og persónulegan hátt. Vísir/Stefán
Yfirskrift tónleikanna, Máninn líður, er sótt í heiti lags á dagskránni eftir Jón Leifs. Við tökum þrjú lög eftir hann, okkur finnst þau passa með íslenskum þjóðlögum og vera líka vel til þess fallin að búa til fallega hljóð­umgjörð.“

Þetta segir Anna Jónsdóttir söngkona um prógramm sem hún og þýsku tónlistarkonurnar Ute Völkner og Ursel Schilcht ætla að flytja í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga í kvöld kl. 20.30.

Hryggjarstykkið í flutningnum er söngur Önnu sem hún segir mjög blátt áfram og venjulegan.

„Lögin halda sér eins og þau eru skrifuð fyrir sönginn þó að í tveimur þeirra bæti ég aðeins við frá eigin brjósti – en mjög nett. Þær Ute og Ursel spinna hins vegar svolítið inn á milli og búa til mjög skemmtileg hljóð á harmóníkuna og flygilinn, svolítið annars heims, sem passa vel við íslensku þjóðlögin. Þær ná ótrúlegri stemningu, ég fæ stundum alveg gæsahúð.“



Þær Anna, Ute og Ursel eru nýbúnar að halda tvenna tónleika fyrir norðan, á Hólum í Hjaltadal og Siglufirði, og segir Anna þær hafa fengið góðar undirtektir.

Sjálf hefur Anna túrað um Ísland og sungið þjóðlög í vitum, hellum og gígum alein og segir gaman að syngja þau með hinum þýsku spunakonum. „Þjóðlögin eru svo ekta, enda búin að lifa af og þau bjóða upp á svo heillandi og fjölbreytta möguleika til túlkunar.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×