Svefndúkkur renna út eins og heitar lummur um allan heim Sæunn Gísladóttir skrifar 28. júlí 2016 07:00 Eyrún Eggertsdóttir, Birna Bryndís Þorkelsdóttir og Sólveig Gunnarsdóttir. Dúkkan Lúlla, sem er svefnfélagi fyrir börn, hefur slegið í gegn út um allan heim. Dúkkan, sem líkir eftir nærveru við fullorðna, hefur selst upp á tveimur vikum og vakið athygli stærstu erlendu fjölmiðlanna. Fregnir berast af því að foreldrar standi nú í stríði á uppboðssíðum, eins og eBay, um að tryggja sér eintak á uppsprengdu verði. Eyrún Eggertsdóttir, hönnuður dúkkunnar, segir velgengnina framar björtustu vonum. Lúlluævintýrið hófst fyrst með hópfjármögnun árið 2014 og fengust dúkkurnar úr framleiðslu síðasta haust. Fyrstu fimm þúsund eintökin seldust upp í desember. „Okkur fannst við vera með rosalega stóra pöntun núna að panta þrjátíu þúsund eintök,“ segir Eyrún. „Þetta hafði gengið vel og var orðið vinsælt í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Við vissum samt ekki hvernig þetta yrði, við hugsuðum þetta er æði þar en kannski er eitthvað sérstakt við þann markað. En svo um leið og þetta byrjaði að koma í fréttir þá breiddist þetta út. Við erum að fá rosalega mikla sölu núna í Bandaríkjunum. Allt efnið okkar er á ensku þannig að þetta er núna að hoppa á milli enskumælandi landa,“ segir Eyrún.Dúkkan líkir eftir hjartslætti og andardrætti þannig að það sé eins og lítil manneskja sé við hlið barnsins.Mynd/LullaÍ upphafi var dúkkan hönnuð með þarfir fyrirbura og veikra barna í huga. „En nú er hún keypt svo mikið af foreldrum sem eru með ung börn til að hjálpa þeim að sofa ein á nóttunni. Það eru svo margar ástæður fyrir að foreldrar geta ekki haft börnin alltaf hjá sér þegar þau sofa. Með dúkkunni er eins og það sé lítil manneskja við hliðina á börnunum. Hugmyndin er byggð á rannsóknum, þegar börn eru nálægt annarri manneskju þá verður hjartsláttur þeirra og andardráttur jafnari og þau ná betri svefni og sofa lengur í senn,“ segir hún. Eyrún er stofnandi og framkvæmdastjóri RóRó sem stendur að gerð dúkkunnar og starfa auk hennar þær Sólveig Gunnarsdóttir og Birna Bryndís Þorkelsdóttir hjá fyrirtækinu. Þær eru í óðaönn að sinna eftirspurninni. Búið er að panta fleiri eintök af dúkkunni og vonast Eyrún til að fá þau afhent í október. Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Dúkkan Lúlla, sem er svefnfélagi fyrir börn, hefur slegið í gegn út um allan heim. Dúkkan, sem líkir eftir nærveru við fullorðna, hefur selst upp á tveimur vikum og vakið athygli stærstu erlendu fjölmiðlanna. Fregnir berast af því að foreldrar standi nú í stríði á uppboðssíðum, eins og eBay, um að tryggja sér eintak á uppsprengdu verði. Eyrún Eggertsdóttir, hönnuður dúkkunnar, segir velgengnina framar björtustu vonum. Lúlluævintýrið hófst fyrst með hópfjármögnun árið 2014 og fengust dúkkurnar úr framleiðslu síðasta haust. Fyrstu fimm þúsund eintökin seldust upp í desember. „Okkur fannst við vera með rosalega stóra pöntun núna að panta þrjátíu þúsund eintök,“ segir Eyrún. „Þetta hafði gengið vel og var orðið vinsælt í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Við vissum samt ekki hvernig þetta yrði, við hugsuðum þetta er æði þar en kannski er eitthvað sérstakt við þann markað. En svo um leið og þetta byrjaði að koma í fréttir þá breiddist þetta út. Við erum að fá rosalega mikla sölu núna í Bandaríkjunum. Allt efnið okkar er á ensku þannig að þetta er núna að hoppa á milli enskumælandi landa,“ segir Eyrún.Dúkkan líkir eftir hjartslætti og andardrætti þannig að það sé eins og lítil manneskja sé við hlið barnsins.Mynd/LullaÍ upphafi var dúkkan hönnuð með þarfir fyrirbura og veikra barna í huga. „En nú er hún keypt svo mikið af foreldrum sem eru með ung börn til að hjálpa þeim að sofa ein á nóttunni. Það eru svo margar ástæður fyrir að foreldrar geta ekki haft börnin alltaf hjá sér þegar þau sofa. Með dúkkunni er eins og það sé lítil manneskja við hliðina á börnunum. Hugmyndin er byggð á rannsóknum, þegar börn eru nálægt annarri manneskju þá verður hjartsláttur þeirra og andardráttur jafnari og þau ná betri svefni og sofa lengur í senn,“ segir hún. Eyrún er stofnandi og framkvæmdastjóri RóRó sem stendur að gerð dúkkunnar og starfa auk hennar þær Sólveig Gunnarsdóttir og Birna Bryndís Þorkelsdóttir hjá fyrirtækinu. Þær eru í óðaönn að sinna eftirspurninni. Búið er að panta fleiri eintök af dúkkunni og vonast Eyrún til að fá þau afhent í október.
Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira