Guðmundur Árni: Fór beint að vinna í fjölskyldufyrirtækinu þegar ég kom heim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2016 17:36 Guðmundur Árni í leik með Haukum. vísir/valli Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson genginn í raðir Hauka og mun leika með liðinu í Olís-deildinni í vetur. Guðmundur lék í Danmörku á árunum 2011-16, fyrst með Bjerringbro/Silkeborg og svo með Mors-Thy. „Þau tilboð sem mér bárust erlendis frá voru ekki áhugaverð og þá vildi ég frekar koma heim,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Vísi um ástæðu heimkomunnar. „Það voru bara tvö félög sem komu til greina hér á landi; Selfoss og Haukar. Mér tókst svo að semja við Hauka og skrifaði undir í dag,“ sagði Guðmundur Árni sem er uppalinn á Selfossi. Hornamaðurinn knái þekkir vel til hjá Haukum en hann lék með liðinu 2009-11 og vann þrefalt fyrra tímabilið sitt á Ásvöllum. „Þetta eru allt góðir félagar mínir og svo þekki ég Gunna [Magnússon, þjálfara Hauka] líka úr landsliðinu þegar hann var með Aroni Kristjánssyni,“ sagði Guðmundur Árni. En hafa þessi félagaskipti áhrif á stöðu hans í landsliðinu?Guðmundur Árni í landsleik gegn Portúgal í janúar á þessu ári.vísir/anton„Það er ekki mitt að meta það. Ég er allavega ánægður með þessi skipti,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur leikið 13 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og stefnan er að vanda sett hátt á Ásvöllum. „Það hefur alltaf verið krafa í Haukum að berjast um alla titla,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur haft nóg fyrir stafni í sumarfríinu sínu. „Þetta var lítið sumarfrí sem ég fékk. Fjölskyldan mín er með ferðaþjónustu á Selfossi og um leið og kom heim fór ég beint að vinna, eins og öll önnur sumur,“ sagði Guðmundur en að hans sögn er nóg að gera í ferðamannabransanum. Hann ætlar að sjálfsögðu að kíkja á völlinn í kvöld og sjá Selfoss spila við Val í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. „Þetta verður veisla og vonandi fáum við góðan leik,“ sagði Guðmundur Árni að endingu.Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Olís-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er hornamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson genginn í raðir Hauka og mun leika með liðinu í Olís-deildinni í vetur. Guðmundur lék í Danmörku á árunum 2011-16, fyrst með Bjerringbro/Silkeborg og svo með Mors-Thy. „Þau tilboð sem mér bárust erlendis frá voru ekki áhugaverð og þá vildi ég frekar koma heim,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Vísi um ástæðu heimkomunnar. „Það voru bara tvö félög sem komu til greina hér á landi; Selfoss og Haukar. Mér tókst svo að semja við Hauka og skrifaði undir í dag,“ sagði Guðmundur Árni sem er uppalinn á Selfossi. Hornamaðurinn knái þekkir vel til hjá Haukum en hann lék með liðinu 2009-11 og vann þrefalt fyrra tímabilið sitt á Ásvöllum. „Þetta eru allt góðir félagar mínir og svo þekki ég Gunna [Magnússon, þjálfara Hauka] líka úr landsliðinu þegar hann var með Aroni Kristjánssyni,“ sagði Guðmundur Árni. En hafa þessi félagaskipti áhrif á stöðu hans í landsliðinu?Guðmundur Árni í landsleik gegn Portúgal í janúar á þessu ári.vísir/anton„Það er ekki mitt að meta það. Ég er allavega ánægður með þessi skipti,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur leikið 13 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Haukar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og stefnan er að vanda sett hátt á Ásvöllum. „Það hefur alltaf verið krafa í Haukum að berjast um alla titla,“ sagði Guðmundur Árni sem hefur haft nóg fyrir stafni í sumarfríinu sínu. „Þetta var lítið sumarfrí sem ég fékk. Fjölskyldan mín er með ferðaþjónustu á Selfossi og um leið og kom heim fór ég beint að vinna, eins og öll önnur sumur,“ sagði Guðmundur en að hans sögn er nóg að gera í ferðamannabransanum. Hann ætlar að sjálfsögðu að kíkja á völlinn í kvöld og sjá Selfoss spila við Val í undanúrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta. „Þetta verður veisla og vonandi fáum við góðan leik,“ sagði Guðmundur Árni að endingu.Leikur Selfoss og Vals hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Olís-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Sjá meira