Bjarni Ben alveg grænn á toppi Strúts Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2016 15:45 Bjarni sigraði Strút í morgun. Mynd/Twitter/Bjarni Benediktsson Ekkert hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins né Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra vegna hinna afdráttarlausu ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þess efnis að ekkert liggi á kosningum fyrr en búið er að afgreiða kosningaloforðin. Óhætt er að segja að allar fréttastofur landsins hafa reynt að ná tali af þeim Bjarna og Sigurði Inga. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir hefur eru þeir báðir utan þjónustusvæðis; Sigurður Ingi í hestaferð og Bjarni í fjallgöngu. Svo virðist sem þingflokkur Framsóknarflokksins standi með Sigmundi Davíð, samkvæmt eftirgrennslan Vísis í gær, og Gunnar Bragi Sveinsson hefur lýst yfir sinni afstöðu. Höskuldur Þórhallsson hefur hins vegar sagt að einörð afstaða Sigmundar Davíðs hafi hleypt öllu í uppnám og geti hugsanlega orðið til þess að sprengja ríkisstjórnina í loft upp. Og víst er að það þarf tvo til að dansa tangó; Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að þetta sé frágengið, með kosningarnar í haust. Bjarni virðist nú vera kominn í netsamband því fyrir um tveimur tímum birti hann mynd af sér á toppi fjallsins Strúts. Hugsanlega geta pólitískir greinendur gert sér mat úr stuttum skilaboðum foringja Sjálfstæðisflokksins. „Uppi á Strúti í grænu eins og Mælifellið.“ Ríkisráðsfundur verður haldinn á morgun, klukkan ellefu, sem er þá síðasti fundur Ólafs Ragnars Grímssonar fráfarandi forseta íslenska lýðveldisins; og því má gera ráð fyrir þessum foringjum ríkisstjórnarinnar í bæinn fyrr en seinna.Uppi á Strúti í grænu eins og Mælifellið pic.twitter.com/Gfc2ZbRtgy— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) July 27, 2016 Tengdar fréttir Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Ekkert hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins né Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra vegna hinna afdráttarlausu ummæla Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þess efnis að ekkert liggi á kosningum fyrr en búið er að afgreiða kosningaloforðin. Óhætt er að segja að allar fréttastofur landsins hafa reynt að ná tali af þeim Bjarna og Sigurði Inga. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir hefur eru þeir báðir utan þjónustusvæðis; Sigurður Ingi í hestaferð og Bjarni í fjallgöngu. Svo virðist sem þingflokkur Framsóknarflokksins standi með Sigmundi Davíð, samkvæmt eftirgrennslan Vísis í gær, og Gunnar Bragi Sveinsson hefur lýst yfir sinni afstöðu. Höskuldur Þórhallsson hefur hins vegar sagt að einörð afstaða Sigmundar Davíðs hafi hleypt öllu í uppnám og geti hugsanlega orðið til þess að sprengja ríkisstjórnina í loft upp. Og víst er að það þarf tvo til að dansa tangó; Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því yfir að þetta sé frágengið, með kosningarnar í haust. Bjarni virðist nú vera kominn í netsamband því fyrir um tveimur tímum birti hann mynd af sér á toppi fjallsins Strúts. Hugsanlega geta pólitískir greinendur gert sér mat úr stuttum skilaboðum foringja Sjálfstæðisflokksins. „Uppi á Strúti í grænu eins og Mælifellið.“ Ríkisráðsfundur verður haldinn á morgun, klukkan ellefu, sem er þá síðasti fundur Ólafs Ragnars Grímssonar fráfarandi forseta íslenska lýðveldisins; og því má gera ráð fyrir þessum foringjum ríkisstjórnarinnar í bæinn fyrr en seinna.Uppi á Strúti í grænu eins og Mælifellið pic.twitter.com/Gfc2ZbRtgy— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) July 27, 2016
Tengdar fréttir Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40 Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51 Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00 Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00 „Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51 Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Þingmenn Framsóknar telja ekki sjálfsagt að flýta kosningum Framsóknarmenn eru almennt sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 26. júlí 2016 13:40
Höskuldur segir Sigmund Davíð setja allt í upplausn Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að orð Sigmundar Davíðs vera forsætisráðherra mjög á móti skapi. 27. júlí 2016 11:51
Sigmundur Davíð ætlar ekki að hætta í stjórnmálum Sendi félögum sínum bréf í gær þess efnis að hann myndi snúa aftur úr leyfi þegar þing kæmi aftur saman í ágúst. 26. júlí 2016 07:00
Skoðun formanns á kosningum skipti engu Þó að formaður Framsóknar vilji fresta boðuðum kosningum í haust virðist það engu skipta. Forseti Alþingis segir þingrofsréttinn í höndum forsætisráðherra með samþykki forseta. 27. júlí 2016 06:00
„Ef ekki næst að klára, þá verður ekki kosið“ Gunnar Bragi Sveinsson segir ekki þýða fyrir stjórnarandstöðuna eða aðra að halda öðru fram en að boðun mögulegra kosninga hefði verið háð skilyrðum. 26. júlí 2016 22:51
Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Þingmaður Pírata vill fá skýrari svör við því frá Framsókn um hvenær kosningar eigi að vera. 26. júlí 2016 11:43