Viðskipti erlent

Hlutabréf í Apple á hraðri uppleið

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tim Cook, forstjóri Apple, með iPhone í hendinni.
Tim Cook, forstjóri Apple, með iPhone í hendinni. Vísir/Getty Images
Gengi hlutabréfa í tæknifyrirtækinu Apple hefur hækkað um tæplega sjö prósent það sem af er degi í kjölfar þess að fyrirtækið kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt.

Eins og Vísir greindi frá í morgun dróst sala á iPhone símum saman milli ára. Hins vegar seldust fleiri eintök en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um. 

Svo virðist sem það að sala hafi verið yfir væntingum sé að kynda undir hækkun hlutabréfa í fyrirtækinu. Síðasta ársfjórðungsuppgjöri Apple fylgdi hins vegar hlutabréfahrun.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×