Enski boltinn

Chelsea tekur við af Man. Utd sem hataðasta liðið á Englandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
John Terry og Diego Costa eru ekki beint vinsælustu fótboltamenn Englands.
John Terry og Diego Costa eru ekki beint vinsælustu fótboltamenn Englands. vísir/getty
Chelsea er orðið hataðasta liðið á Englandi en það hoppar upp fyrir Manchester United í efsta sætið í fyrsta sinn í árlegri skoðanakönnun enska blaðsins Daily Mirror.

Blaðið spyr árlega um 10.000 stuðningsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni hvaða lið annað en sitt það hatar mest og hvaða lið það elskar mest.

United hefur árlega verið á toppnum en nú eru bláliðar Lundúnarborgar komnir á toppinn með United fyrir aftan sig í öðru sæti og Liverpool í þriðja sæti. Manchester City vermir fjórða sætið, Arsenal er í því fimmta og Tottenham er fimmta hataðasta liðið í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea er mest hatað af stuðningsmönnum Tottenham en þeir sem styðja Chelsea hata Arsenal mest, svo Tottenham og United á eftir þeim.

Eins og mátti búast við er United mest hatað af stuðningsmönnum Liverpool og City en United-menn hata samborgara sína í City meira en þeir gera Liverpool.

Bournemouth, sem kom upp fyrir síðustu leiktíð og hélt sér í deildinni með stæl, er elskasta liðið í ensku úrvalsdeildinni en meistarar Leicester koma þar á eftir í öðru sæti.

Tvö Íslendingalið eru á topp sex yfir mest elskuðu liðin en Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Bournemouth eru í þriðja sæti á þeim lista og Gylfi Þór Sigurðsson og hans menn í sjötta sæti. Á milli þeirra eru Watford og Southampton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×