Birgitta segir Framsóknarflokkinn halda þjóð og þingi í óvissu Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. júlí 2016 11:43 Birgitta furðar sig á orðum Sigmundar og spyr hvort hann sé í einhverju sambandi við forsætisráðherra. Vísir Birgitta Jónsdóttir furðar sig á orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í gær þar sem hann sagði að hluti Sjálfstæðismanna væri áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. „Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Birgitta vill meina að með þessu sé Framsóknarflokkurinn að halda þjóðinni og þinginu í óvissu sem skapi óstöðugleika og stjórnarkreppu. Loforð Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í apríl hafi verið skýr. Að kjósa ætti í haust. Hún segir að ekki sé hægt að undirbúa kosningar þegar upplýsingar um tímasetningu þeirra liggur ekki fyrir.Annað hvort sambandsleysi eða svikBirgitta furðar sig á því að miðað við þessi orð sé eins og ekkert samráð hafi verið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Annað hvort er Sigmundur ekki í neinu sambandi við forsætisráðherra eða þá er Framsóknarflokkurinn að leggja til að svíkja tillögu um að hafa kosningar í haust,“ segir Birgitta. „Það er ómögulegt fyrir alla þá sem eru að undirbúa kosningar að vita ekki hvenær þær eiga að verða. Ef það á að fara draga þetta eitthvað þá finnst mér bara langheiðarlegast að það verði bara látið koma fram hvort það verði kosningar í október eða hvort þessir flokkar ætli sér að sitja út tímabilið.“Loforðið var viðbragð við stærstu mótmælum ÍslandssögunnarBirgitta leggur áherslu á að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina og þingið að vita hvenær kosningar verði. „Það var þannig að það voru stjórnarflokkarnir sem lögðu til að það yrði kosið í haust og að kjörtímabilið yrði stytt sem viðbrögð við stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Ef það á að ganga bak við það fá finnst mér brýnt að þjóðin fái að vita það sem allra fyrst og að þingið fái að vita það líka þannig að það sé hægt að gera ráð fyrir að vera að störfum fram í apríl. Það að ætla að hringla með eitthvað loforð sem búið er að setja fram af þeim sjálfum fram og til baka finnst mér vera svolítið einkennandi fyrir þá stjórnmál sem hér hafa fengið að viðgangast. Það er alltaf gert ráð fyrir því að það sé nóg að lofa fólki nógu miklu og svo svikið strax eftir kosningar.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir furðar sig á orðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins í gær þar sem hann sagði að hluti Sjálfstæðismanna væri áhugasamur um að flýta alþingiskosningum. „Við höfum ætíð haldið því til haga að ef sú ætti að vera raunin þyrfti fyrst að klára þau verkefni sem fyrirheit hafa verið gefin um að leysa á þessu kjörtímabili. Ríkisstjórnin sem ekki nýtir tímann sem henni er veittur getur ekki gengið út frá því sem vísu að hún fái tækifæri til að klára verkefnin síðar.“ Birgitta vill meina að með þessu sé Framsóknarflokkurinn að halda þjóðinni og þinginu í óvissu sem skapi óstöðugleika og stjórnarkreppu. Loforð Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokks í apríl hafi verið skýr. Að kjósa ætti í haust. Hún segir að ekki sé hægt að undirbúa kosningar þegar upplýsingar um tímasetningu þeirra liggur ekki fyrir.Annað hvort sambandsleysi eða svikBirgitta furðar sig á því að miðað við þessi orð sé eins og ekkert samráð hafi verið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins. „Annað hvort er Sigmundur ekki í neinu sambandi við forsætisráðherra eða þá er Framsóknarflokkurinn að leggja til að svíkja tillögu um að hafa kosningar í haust,“ segir Birgitta. „Það er ómögulegt fyrir alla þá sem eru að undirbúa kosningar að vita ekki hvenær þær eiga að verða. Ef það á að fara draga þetta eitthvað þá finnst mér bara langheiðarlegast að það verði bara látið koma fram hvort það verði kosningar í október eða hvort þessir flokkar ætli sér að sitja út tímabilið.“Loforðið var viðbragð við stærstu mótmælum ÍslandssögunnarBirgitta leggur áherslu á að nauðsynlegt sé fyrir þjóðina og þingið að vita hvenær kosningar verði. „Það var þannig að það voru stjórnarflokkarnir sem lögðu til að það yrði kosið í haust og að kjörtímabilið yrði stytt sem viðbrögð við stærstu mótmælum Íslandssögunnar. Ef það á að ganga bak við það fá finnst mér brýnt að þjóðin fái að vita það sem allra fyrst og að þingið fái að vita það líka þannig að það sé hægt að gera ráð fyrir að vera að störfum fram í apríl. Það að ætla að hringla með eitthvað loforð sem búið er að setja fram af þeim sjálfum fram og til baka finnst mér vera svolítið einkennandi fyrir þá stjórnmál sem hér hafa fengið að viðgangast. Það er alltaf gert ráð fyrir því að það sé nóg að lofa fólki nógu miklu og svo svikið strax eftir kosningar.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22 Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Blendin viðbrögð á Facebook við endurkomu Sigmundar Davíðs Háðsglósur fremur en húrrahróp vegna hinna pólitísku tíðinda dagsins. 25. júlí 2016 16:22
Sigmundur Davíð boðar endurkomu sína á vettvang stjórnmálanna Sigmundur Davíð býst við heiftarlegum viðbrögðum og hann telur kosningar óþarfar. 25. júlí 2016 14:32