"Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. júlí 2016 10:30 „Þetta er heldur ógeðfelld leið af þessum manni að tala svona um fólk í því landi þar sem hann ætlar að reisa sitt sjúkrahús" sagði Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kári ræddi þar meðal annars ummæli Henri Middletorp, stjórnarformanns MCPB ehf. um að hér sé ekkert heilbrigðiskerfi til að rústa. MCPB ehf. stefnir að því að reisa einkarekinn spítala í Mosfellsbæ fyrir erlenda sjúklinga. „Sú spurning sem vaknar og fæst ekki svarað er hvers vegna ættu menn að reisa svona sjúkrahús á Íslandi? Hann ætlar ekki að nýta sér íslenska þekkingu, hann ætlar ekki að láta íslenska lækna vinna á þessum stað. Hann ætlar að taka alla sérþekkinguna og alla starfsgetuna erlendis frá, þannig að ekki er hann að sækjast í það. Ekki er það vegna þess að sjúkrahúsið verði nálægt þeim sjúklingum sem á að þjónusta, vegna þess að hann verður að fljúga þeim til landsins og frá.“Sjá einnig:Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér„Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness og það er gígantískt fé, þó svo að við séum ekki að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi að því marki sem við ættum, þá er engu að síður rekstrarfé íslensks heilbrigðiskerfis geysilega mikið og eftir miklu að sælast.“ Kári segir þá staðhæfingu að forstöðumenn sjúkrahússins ætli ekki að ráða til sín íslenskt heilbrigðisstarfsfólk vera orðin galtóm. „Þeir eru þegar farnir að ræða við íslenska hjartalækna. Þeir eru þegar farnir að ræða við unga lækna í íslensku heilbrigðiskerfi upp á þann möguleika að ráða þá til sín. Þannig að það er ekki að marka eitt einasta orð sem þeir segja.“Fá fordæmi fyrir því að læknisfræðitúrismi gangi uppAðspurður um ummæli Middledorp í Fréttablaðinu í dag um að Íslendingar séu ekki markhópur spítalans og muni ekki fá aðhlynningu þar nema þeir séu tryggðir af erlendu tryggingafélagi segir Kári að honum finnist mjög fátt sem forstöðufólk MCPB segir trúverðugt. „Eftir að þú ert búinn að reisa sjúkrahús á þessari eyju sem er fjarri þeim sjúklingum sem þeir segja að sé þeirra markhópur, þá finnst mér ekki ólíklegt að þeir fari að laða að sér eitthvað af íslenskum sjúklingum. Mér finnst allt annað mjög ólíklegt.“Svona læknisfræðitúrismi, eru einhver fordæmi um að hann hafi gengið upp?„Það hefur verið til fordæmi þess að læknisfræðitúrismi hafi gengið upp. Hann hefur gengið upp hjá Mayo Clinic í Bandaríkjunum. En þar hefur gott gengi læknisfræðitúrismans byggt á því að það er geysilega mikil sérþekking, geysilega mikil reynsla í læknisfræðum á Mayo Clinic sem litið er á af mörgum sem besti spítali í heimi. Annars staðar hefur gengið mjög illa að byggja upp læknisfræðitúrisma. Feikilega illa. Mjög ólíklegt, finnst mér að staðsetning á svona stofnun á Íslandi með þeim vandræðum sem fylgja því að fljúga sjúklingum fram og til baka, að það komi til með að ganga upp.“ Kári sagðist jafnframt ekki þekkja til þess að áhugi væri á slíkum sjúkrahúsum á öðrum Norðurlöndum og að ekki sé ólíklegt að MCPB ehf. reyni í fyllingu tímans að komast bakdyraleiðir inn í íslenskar sjúkratryggingar. Kári segist ekki vera í prinsippinu á móti einkareknum heilbrigðisstofnunum en hann hafi áhyggjur af arðgreiðslum eigenda slíkra stofnanna. „Er eðlilegt að við reiknum með því í fjárveitingu heilbrigðismála að hluti af því verði arður sem fari í vasa þeirra sem reka einkareknar stofnanir. En í prinsippinu er ég ekki á móti því. Ég vil bara að heilbrigðisþjónustan sé vel fjármögnuð, við fáum góða heilbrigðisþjónustu og hún sé rekin á smekklegan hátt. Ég vil til dæmis ekki að fólk sé með sjúkrahótel þar sem fólk er rukkað fyrir að ýta á neyðarhnapp.“ Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Fyrst það má skjóta ísbirni Meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar um útlendingasjúkrahús í Mosfellsbæ eru aðilar sem hafa fjárfest í heilbrigðisstofnunum í þriðjaheiminum 25. júlí 2016 08:54 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
„Þetta er heldur ógeðfelld leið af þessum manni að tala svona um fólk í því landi þar sem hann ætlar að reisa sitt sjúkrahús" sagði Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kári ræddi þar meðal annars ummæli Henri Middletorp, stjórnarformanns MCPB ehf. um að hér sé ekkert heilbrigðiskerfi til að rústa. MCPB ehf. stefnir að því að reisa einkarekinn spítala í Mosfellsbæ fyrir erlenda sjúklinga. „Sú spurning sem vaknar og fæst ekki svarað er hvers vegna ættu menn að reisa svona sjúkrahús á Íslandi? Hann ætlar ekki að nýta sér íslenska þekkingu, hann ætlar ekki að láta íslenska lækna vinna á þessum stað. Hann ætlar að taka alla sérþekkinguna og alla starfsgetuna erlendis frá, þannig að ekki er hann að sækjast í það. Ekki er það vegna þess að sjúkrahúsið verði nálægt þeim sjúklingum sem á að þjónusta, vegna þess að hann verður að fljúga þeim til landsins og frá.“Sjá einnig:Segir heilbrigðiskerfið sjálft grafa undan sér„Læknisfræðitúrismi hefur reynst vera erfiður bissness og það er gígantískt fé, þó svo að við séum ekki að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi að því marki sem við ættum, þá er engu að síður rekstrarfé íslensks heilbrigðiskerfis geysilega mikið og eftir miklu að sælast.“ Kári segir þá staðhæfingu að forstöðumenn sjúkrahússins ætli ekki að ráða til sín íslenskt heilbrigðisstarfsfólk vera orðin galtóm. „Þeir eru þegar farnir að ræða við íslenska hjartalækna. Þeir eru þegar farnir að ræða við unga lækna í íslensku heilbrigðiskerfi upp á þann möguleika að ráða þá til sín. Þannig að það er ekki að marka eitt einasta orð sem þeir segja.“Fá fordæmi fyrir því að læknisfræðitúrismi gangi uppAðspurður um ummæli Middledorp í Fréttablaðinu í dag um að Íslendingar séu ekki markhópur spítalans og muni ekki fá aðhlynningu þar nema þeir séu tryggðir af erlendu tryggingafélagi segir Kári að honum finnist mjög fátt sem forstöðufólk MCPB segir trúverðugt. „Eftir að þú ert búinn að reisa sjúkrahús á þessari eyju sem er fjarri þeim sjúklingum sem þeir segja að sé þeirra markhópur, þá finnst mér ekki ólíklegt að þeir fari að laða að sér eitthvað af íslenskum sjúklingum. Mér finnst allt annað mjög ólíklegt.“Svona læknisfræðitúrismi, eru einhver fordæmi um að hann hafi gengið upp?„Það hefur verið til fordæmi þess að læknisfræðitúrismi hafi gengið upp. Hann hefur gengið upp hjá Mayo Clinic í Bandaríkjunum. En þar hefur gott gengi læknisfræðitúrismans byggt á því að það er geysilega mikil sérþekking, geysilega mikil reynsla í læknisfræðum á Mayo Clinic sem litið er á af mörgum sem besti spítali í heimi. Annars staðar hefur gengið mjög illa að byggja upp læknisfræðitúrisma. Feikilega illa. Mjög ólíklegt, finnst mér að staðsetning á svona stofnun á Íslandi með þeim vandræðum sem fylgja því að fljúga sjúklingum fram og til baka, að það komi til með að ganga upp.“ Kári sagðist jafnframt ekki þekkja til þess að áhugi væri á slíkum sjúkrahúsum á öðrum Norðurlöndum og að ekki sé ólíklegt að MCPB ehf. reyni í fyllingu tímans að komast bakdyraleiðir inn í íslenskar sjúkratryggingar. Kári segist ekki vera í prinsippinu á móti einkareknum heilbrigðisstofnunum en hann hafi áhyggjur af arðgreiðslum eigenda slíkra stofnanna. „Er eðlilegt að við reiknum með því í fjárveitingu heilbrigðismála að hluti af því verði arður sem fari í vasa þeirra sem reka einkareknar stofnanir. En í prinsippinu er ég ekki á móti því. Ég vil bara að heilbrigðisþjónustan sé vel fjármögnuð, við fáum góða heilbrigðisþjónustu og hún sé rekin á smekklegan hátt. Ég vil til dæmis ekki að fólk sé með sjúkrahótel þar sem fólk er rukkað fyrir að ýta á neyðarhnapp.“
Tengdar fréttir Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00 Fyrst það má skjóta ísbirni Meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar um útlendingasjúkrahús í Mosfellsbæ eru aðilar sem hafa fjárfest í heilbrigðisstofnunum í þriðjaheiminum 25. júlí 2016 08:54 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Segir einkaspítala rústa heilbrigðiskerfinu "Þeir ætla sér að ráða þúsund starfsmenn. Hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, og svo framvegis. Heilbrigðiskerfið er illa statt í dag vegna þess að okkur vantar starfsfólk,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um áform félagsins MCPB um að byggja einkarekið sjúkrahús fyrir útlendinga í Mosfellsbæ. 25. júlí 2016 07:00
Fyrst það má skjóta ísbirni Meðal fjárhagslegra bakhjarla hugmyndarinnar um útlendingasjúkrahús í Mosfellsbæ eru aðilar sem hafa fjárfest í heilbrigðisstofnunum í þriðjaheiminum 25. júlí 2016 08:54