Enski boltinn

Manchester-slagnum í Peking aflýst

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luke Shaw og félagar spila ekki í dag.
Luke Shaw og félagar spila ekki í dag. vísir/getty
Ekkert verður af Manchester-slag United og City sem fram átti að fara fram í Peking í dag sem hluti af International Champions Cup-æfingamótinu en leiknum hefur verið aflýst vegna vallaraðstæðna.

Veðrið hefur verið slæmt í Peking undanfarna daga og tóku því mótshaldarar í samstarfi við ensku félögin þá ákvörðun að aflýsa leiknum sem eru auðvitað mikil vonbrigði fyrir fjölmarga stuðningsmenn liðanna í Kína.

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var áður búinn að kvarta yfir vellinum sem hann sagði vera mjög slæman en liðið hefur lent í ýmsu undanfarna daga í Kína. Flugvél liðsins þurfti að nauðlenda í Kína vegna veðurs og svo þurfti að fresta blaðamannafundi vegna mikils hita í Peking.

United tapaði 4-1 fyrir Dortmund í fyrsta leik liðsins í ICC-mótinu en Manchester City átti að spila sinn fyrsta leik í dag. Þessi þrjú lið taka þátt í þeim hluta mótsins sem fram fer í Kína.

Leikurinn átti að vera í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 11.30 en augljóslega verður ekkert af því.


Tengdar fréttir

Mourinho: Við stefnum beint á titilinn

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að það sé ekki markmið hans að koma liðinu í efstu fjögur sætin á sínum tímabili, það sé einfaldlega ekki nóg.

Mourinho ekki sáttur með völlinn í Peking

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er allt annað en sáttur með vallaraðstæður í Peking en lið hans mætir Manchester City á International Champions Cup á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×