Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er allt annað en sáttur með vallaraðstæður í Peking en lið hans mætir Manchester City á International Champions Cup á morgun.
Liðið hefur lent í ýmsu síðasta sólahringinn en flugvél þeirra var nauðlent í Kína í gærkvöldi og fresta þurfti blaðamannafundið liðsins vegna mikils hita sem er í borginni.
Mourinho hefur áhyggjur af því að leikmenn liðsins meiðist stuttu fyrir tímabilið og er ekki sáttur með grasið á vellinum í Peking.
„Völlurinn er í mjög slæmu standi,“ segir Portúgalinn í samtali við Sky Sports.
„Staðan á mínum leikmönnum er mun mikilvægari heldur en úrslit okkar í æfingarleikjum. Eina markmiðið mitt er að fara með strákana heila til baka til Englands. Maður tekur ekki áhættur í svona æfingaleikjum en núna munum við fara mjög varlega í leiknum gegn City.“
