Fljúgandi Desdemóna Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. júlí 2016 09:00 Aldís er nýútskrifuð sem leikkona en hún er í hópi leikara í nýjasta verkefni Vesturports. Mynd/Eyþór Aldís Amah Hamilton er nýútskrifuð leikkona en hún fer með aðalkvenhlutverkið í sýningunni Óþelló. Aldís útskrifaðist í júní síðastliðnum og verður þetta hennar fyrsta hlutverk í leikhúsi. „Þetta er eiginlega bara búið að vera mjög klikkað,“ segir Aldís glöð í bragði. Aldís útskrifaðist með nýjasta hópi leikara frá Listaháskóla Íslands þann 17. júní síðastliðinn. Það er þó búið að vera nóg að gera á leiklistarsviðinu hjá Aldísi en hún fer með aðalkvenhlutverkið í jólasýningu Vesturports, Óþelló, en sýningin verður sýnd í Þjóðleikhúsinu og fer Aldís með hlutverk Desdemónu, eiginkonu Óþellós. Óþelló ættu flestir að þekkja enda verkið verið sett ófáum sinnum á svið frá útgáfu þess í kringum 1600. Óþelló er eitt af þekktari verkum Shakespeare og fjallar um ást, svik og afbrýðisemi en í ár eru 400 ár liðin frá andláti breska skáldsins. Leikarahópurinn er ekki skipaður neinum aukvisum því Óþelló sjálfur verður leikinn af Ingvari E. Sigurðssyni, Nína Dögg Filippusdóttir leikur Iago og einnig eru þeir Björn Hlynur Björnsson og Arnmundur Ernst í stórum hlutverkum. Æfingar á verkinu hefjast í október og er Aldís að vonum spennt. Það hefur þó verið nóg að gera hjá hinni nýútskrifuðu leikkonu síðustu misseri. Í sumar starfar hún sem flugfreyja og auk þess fer hún einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttaseríunni Fangar sem einnig er á vegum Vesturports. Leikstjóri Fanga er Ragnar Bragason sem skrifar einnig handritið ásamt Margréti Örnólfsdóttur. Í aðalhlutverkum eru Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þorbjörg Helga Dýrfjörð og Halldóra Geirharðsdóttir. Um er að ræða fjölskyldudrama og er fókusinn settur á konur en dramað teygir anga sína víða um samfélagið, meðal annars í fangelsið þar sem hluti sögunnar fer fram. Þættirnir fara í sýningu eftir áramót. Tökudagar geta oft og tíðum verið langir og strangir og Aldís viðurkennir að það hafi vissulega verið smá mál að púsla þessu öllu saman þó það hafi allt gegnið upp. „Það var frekar stíft þarna á tímabili í Föngum, en einhvern veginn fyrir tilstilli einhvers kraftaverks gekk þetta allt saman upp,“ segir hún hlæjandi: „Það voru nokkrir dagar þar sem ég var í næturflugi í tíu tíma og fór svo bara beint í tökur í tólf tíma törn.“ Aldís bætir einnig við að þótt ótrúlegt megi virðast þá hafi þreytan eftir löng flug stundum unnið með henni í tökunum því ýmislegt andlegt gerist undir slíku álagi. Auk þessara tveggja verkefna lék Aldís einnig lítið hlutverk í grínþáttaröðinni Borgarstjóranum og er einnig að vinna við hljóðvinnslu í kvikmyndinni Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks. Aldís segist kunna vel við það að prófa hina ýmsu miðla svona snemma á ferlinum og gaman að máta sig við hitt og þetta starfið þó sé hjartað alltaf í leiklistinni og það að leika er það sem hún brennur fyrir. Þegar hún er svo í lokin spurð að því hvort hún hafi búist við því að það yrði svona mikið að gera strax eftir útskrift er hún fljót að skella upp úr og svara: „Ekki séns, það hvarflaði ekki að mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Selmu Björns misboðið yfir slátrun Jóns Viðars á Óþelló: "Má þetta?“ Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er harðorður í nýjustu gagnrýni sinni og finnur Óþelló allt til foráttu. 30. desember 2016 09:04 Frumsýna Óþelló tvisvar Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. 21. desember 2016 16:16 Týnd í plasti og vondum hugmyndum Óþelló á algjörum villigötum. 29. desember 2016 12:00 Ég á þessari ljóðatík mikið að þakka Hallgrímur Helgason lauk nýverið við að þýða Óþelló og sendi líka frá sér ljóðabókina Lukka eftir samnefndri hundstík. 15. desember 2016 10:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Aldís Amah Hamilton er nýútskrifuð leikkona en hún fer með aðalkvenhlutverkið í sýningunni Óþelló. Aldís útskrifaðist í júní síðastliðnum og verður þetta hennar fyrsta hlutverk í leikhúsi. „Þetta er eiginlega bara búið að vera mjög klikkað,“ segir Aldís glöð í bragði. Aldís útskrifaðist með nýjasta hópi leikara frá Listaháskóla Íslands þann 17. júní síðastliðinn. Það er þó búið að vera nóg að gera á leiklistarsviðinu hjá Aldísi en hún fer með aðalkvenhlutverkið í jólasýningu Vesturports, Óþelló, en sýningin verður sýnd í Þjóðleikhúsinu og fer Aldís með hlutverk Desdemónu, eiginkonu Óþellós. Óþelló ættu flestir að þekkja enda verkið verið sett ófáum sinnum á svið frá útgáfu þess í kringum 1600. Óþelló er eitt af þekktari verkum Shakespeare og fjallar um ást, svik og afbrýðisemi en í ár eru 400 ár liðin frá andláti breska skáldsins. Leikarahópurinn er ekki skipaður neinum aukvisum því Óþelló sjálfur verður leikinn af Ingvari E. Sigurðssyni, Nína Dögg Filippusdóttir leikur Iago og einnig eru þeir Björn Hlynur Björnsson og Arnmundur Ernst í stórum hlutverkum. Æfingar á verkinu hefjast í október og er Aldís að vonum spennt. Það hefur þó verið nóg að gera hjá hinni nýútskrifuðu leikkonu síðustu misseri. Í sumar starfar hún sem flugfreyja og auk þess fer hún einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttaseríunni Fangar sem einnig er á vegum Vesturports. Leikstjóri Fanga er Ragnar Bragason sem skrifar einnig handritið ásamt Margréti Örnólfsdóttur. Í aðalhlutverkum eru Nína Dögg Filippusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Þorbjörg Helga Dýrfjörð og Halldóra Geirharðsdóttir. Um er að ræða fjölskyldudrama og er fókusinn settur á konur en dramað teygir anga sína víða um samfélagið, meðal annars í fangelsið þar sem hluti sögunnar fer fram. Þættirnir fara í sýningu eftir áramót. Tökudagar geta oft og tíðum verið langir og strangir og Aldís viðurkennir að það hafi vissulega verið smá mál að púsla þessu öllu saman þó það hafi allt gegnið upp. „Það var frekar stíft þarna á tímabili í Föngum, en einhvern veginn fyrir tilstilli einhvers kraftaverks gekk þetta allt saman upp,“ segir hún hlæjandi: „Það voru nokkrir dagar þar sem ég var í næturflugi í tíu tíma og fór svo bara beint í tökur í tólf tíma törn.“ Aldís bætir einnig við að þótt ótrúlegt megi virðast þá hafi þreytan eftir löng flug stundum unnið með henni í tökunum því ýmislegt andlegt gerist undir slíku álagi. Auk þessara tveggja verkefna lék Aldís einnig lítið hlutverk í grínþáttaröðinni Borgarstjóranum og er einnig að vinna við hljóðvinnslu í kvikmyndinni Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks. Aldís segist kunna vel við það að prófa hina ýmsu miðla svona snemma á ferlinum og gaman að máta sig við hitt og þetta starfið þó sé hjartað alltaf í leiklistinni og það að leika er það sem hún brennur fyrir. Þegar hún er svo í lokin spurð að því hvort hún hafi búist við því að það yrði svona mikið að gera strax eftir útskrift er hún fljót að skella upp úr og svara: „Ekki séns, það hvarflaði ekki að mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Selmu Björns misboðið yfir slátrun Jóns Viðars á Óþelló: "Má þetta?“ Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er harðorður í nýjustu gagnrýni sinni og finnur Óþelló allt til foráttu. 30. desember 2016 09:04 Frumsýna Óþelló tvisvar Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. 21. desember 2016 16:16 Týnd í plasti og vondum hugmyndum Óþelló á algjörum villigötum. 29. desember 2016 12:00 Ég á þessari ljóðatík mikið að þakka Hallgrímur Helgason lauk nýverið við að þýða Óþelló og sendi líka frá sér ljóðabókina Lukka eftir samnefndri hundstík. 15. desember 2016 10:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Selmu Björns misboðið yfir slátrun Jóns Viðars á Óþelló: "Má þetta?“ Jón Viðar Jónsson leikhúsgagnrýnandi er harðorður í nýjustu gagnrýni sinni og finnur Óþelló allt til foráttu. 30. desember 2016 09:04
Frumsýna Óþelló tvisvar Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. 21. desember 2016 16:16
Ég á þessari ljóðatík mikið að þakka Hallgrímur Helgason lauk nýverið við að þýða Óþelló og sendi líka frá sér ljóðabókina Lukka eftir samnefndri hundstík. 15. desember 2016 10:00