Verðhækkun verslana 10-11 fordæmalaus Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2016 07:00 Verslanir 10-11 sem hafa hækkað verð á kvöldin og um helgar eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Vísir/Vilhelm Fordæmalaust er að matvöruverslanir á Íslandi hækki verð á ákveðnum tímum. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er nýlunda og við höfum að minnsta kosti ekki neitt dæmi um svona. Það hefur verið þannig að verslanir sem hafa til dæmis opið allan sólarhringinn hafa haft sama verð óháð tíma.“ Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að verð hefði verið hækkað í þremur verslunum 10-11 eftir klukkan átta á kvöldin og á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast á hverjum tíma. Þær verslanir sem um er að ræða eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir ástæðu hækkunarinnar vera aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana 10-11 í miðbænum. Eigendur matvöruverslana sem eru í grennd við umræddar verslanir 10-11 sjá ekki ástæðu til að hækka verð í verslunum sínum á kvöldin eða um helgar. Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuna, segir að sama verð sé í öllum Krónuverslunum alls staðar á landinu þrátt fyrir misjafnt álag hverju sinni og hvar á landinu sem verslunin er. „Við erum heldur ekki með neinar verðhækkanir á kvöldin eða um helgar,“ segir Jón en það er ekki fyrirhugað hjá Krónunni að hækka verð á ákveðnum tímum. Jón segir að þó að álag sé meira á ákveðnum verslunum þá bætist það oftast upp með aukinni veltu. „Það er alveg brjálað að gera hjá okkur enda er miðbærinn fullur af fólki. Við höfum ekki séð neina ástæðu til að hækka verð á kvöldin eða um helgar enda eykst salan þegar það er mikið að gera,“ segir Valdís Hrönn, verslunarstjóri Krambúðarinnar á Skólavörðustíg. Thelma Sigtryggsdóttir, verslunarstjóri Kvosarinnar, tekur í sama streng. Kvosin er í nokkurra metra fjarlægð frá 10-11 í Austurstræti. „Það er mikið af ferðamönnum sem versla hérna en við viljum hafa allt sanngjarnt. Við höfum opið hvern einasta dag vikunnar og á kvöldin og höfum ekki séð neina þörf á því að hækka verð.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir ekki fyrirhugaðar breytingar á verði í verslunum fyrirtækisins á álagstíma. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Fordæmalaust er að matvöruverslanir á Íslandi hækki verð á ákveðnum tímum. Þetta segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er nýlunda og við höfum að minnsta kosti ekki neitt dæmi um svona. Það hefur verið þannig að verslanir sem hafa til dæmis opið allan sólarhringinn hafa haft sama verð óháð tíma.“ Fréttablaðið greindi frá því í vikunni að verð hefði verið hækkað í þremur verslunum 10-11 eftir klukkan átta á kvöldin og á virkum dögum og allan sólarhringinn um helgar. Rafrænar verðmerkingar í hillum verslananna breytast á hverjum tíma. Þær verslanir sem um er að ræða eru í Austurstræti, á Laugavegi og á Barónsstíg. Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir ástæðu hækkunarinnar vera aukið álag og hækkun rekstrarkostnaðar verslana 10-11 í miðbænum. Eigendur matvöruverslana sem eru í grennd við umræddar verslanir 10-11 sjá ekki ástæðu til að hækka verð í verslunum sínum á kvöldin eða um helgar. Jón Björnsson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuna, segir að sama verð sé í öllum Krónuverslunum alls staðar á landinu þrátt fyrir misjafnt álag hverju sinni og hvar á landinu sem verslunin er. „Við erum heldur ekki með neinar verðhækkanir á kvöldin eða um helgar,“ segir Jón en það er ekki fyrirhugað hjá Krónunni að hækka verð á ákveðnum tímum. Jón segir að þó að álag sé meira á ákveðnum verslunum þá bætist það oftast upp með aukinni veltu. „Það er alveg brjálað að gera hjá okkur enda er miðbærinn fullur af fólki. Við höfum ekki séð neina ástæðu til að hækka verð á kvöldin eða um helgar enda eykst salan þegar það er mikið að gera,“ segir Valdís Hrönn, verslunarstjóri Krambúðarinnar á Skólavörðustíg. Thelma Sigtryggsdóttir, verslunarstjóri Kvosarinnar, tekur í sama streng. Kvosin er í nokkurra metra fjarlægð frá 10-11 í Austurstræti. „Það er mikið af ferðamönnum sem versla hérna en við viljum hafa allt sanngjarnt. Við höfum opið hvern einasta dag vikunnar og á kvöldin og höfum ekki séð neina þörf á því að hækka verð.“ Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1, segir ekki fyrirhugaðar breytingar á verði í verslunum fyrirtækisins á álagstíma. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira