Lofa fjárfestum í einkaspítala sex prósenta ávöxtun Ingvar Haraldsson skrifar 22. júlí 2016 07:00 Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Fjárfestum sem leggja fé í einkarekinn spítala og hótel sem rísa á í Mosfellsbæ er lofað arðgreiðslu sem nemur að minnsta kosti sex prósentum af fjárfestingu þeirra árlega. Þetta segir Hendrikus Middeldorp, framkvæmdastjóri MCPB ehf., sem stendur að framkvæmdunum. Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Verkefnið er fjármagnað af hollenska félaginu Burbanks Capital, sem Middeldorp starfar hjá og er dótturfélag annars hollensks félags, Burbanks Holding. Miðstöðin verður nefnd eftir þekktum spænskum hjartalækni, Pedro Brugada, sem jafnframt á að stýra miðstöðinni. Vonast er til að framkvæmdir hefjist næsta vor og þeim ljúki á árunum 2019 til 2020. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 47 til 54 milljarðar króna. Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í Klíníkinni í Ármúla í haust. Middeldorp segir að verkefnið sé fullfjármagnað með láni frá móðurfélaginu Burbanks Capital. Félagið sé hins vegar reiðubúið að endurfjármagna verkefnið. Þó félagið þurfi ekki á fjármagni að halda séu þeir tilbúnir að hleypa fjárfestum að borðinu. „Við höfum svo heyrt frá mörgum einstaklingum frá Evrópu sem segjast vilja taka þátt í verkefninu.“Gunnar Ármannsson lögmaðurBurbanks Capital sé samvinnufélag og þeir telji það samfélagslega skyldu sína að hleypa almenningi að borðinu enda séu vextir í Evrópu víða neikvæðir. „Við teljum okkur bera skyldu gagnvart samfélaginu í Hollandi og Belgíu.“ Á Facebook-síðu félagsins var einnig auglýst eftir fjárfestum sem gátu til síðustu mánaðamóta lagt verkefninu til fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun til fimm ára. Gunnar Ármannsson, stjórnarmaður í MCPB, segir að til standi að reisa um 150 herbergja einkaspítala og hótel með um 250 herbergjum og að um þúsund störf skapist við verkefnið. „Hugmyndin er að flytja þarna inn erlenda sjúklinga, fyrst og fremst frá Evrópu.“ Gunnar segir að tryggingafélög sjúklinganna muni greiða fyrir aðgerðirnar. Langir biðlistar eru hjá þeim miðstöðvum sem Brugada rekur í Evrópu og því mun hótelið verða fullbókað um leið og það tekur til starfa, að sögn Middeldorps. Gunnar segir að ekki sé gert ráð fyrir íslenskum sjúklingum á spítalanum. „Við erum ekki að sækjast eftir neinum íslenskum sjúklingum en hins vegar ef einhverjir leita til okkar og vilja gera það á eigin kostnað þá munum við ekki neita því. En við munum á engan hátt taka við Íslendingum á kostnað íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. Gunnar kom einnig að félaginu Prima Care sem hugðist reisa sjúkrahótel á sama stað í Mosfellsbænum sem ekki tókst að fjármagna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Fjárfestum sem leggja fé í einkarekinn spítala og hótel sem rísa á í Mosfellsbæ er lofað arðgreiðslu sem nemur að minnsta kosti sex prósentum af fjárfestingu þeirra árlega. Þetta segir Hendrikus Middeldorp, framkvæmdastjóri MCPB ehf., sem stendur að framkvæmdunum. Mosfellsbær undirritaði samkomulag við MCPB um lóð undir 30 þúsund fermetra byggingu í gær. Verkefnið er fjármagnað af hollenska félaginu Burbanks Capital, sem Middeldorp starfar hjá og er dótturfélag annars hollensks félags, Burbanks Holding. Miðstöðin verður nefnd eftir þekktum spænskum hjartalækni, Pedro Brugada, sem jafnframt á að stýra miðstöðinni. Vonast er til að framkvæmdir hefjist næsta vor og þeim ljúki á árunum 2019 til 2020. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina er 47 til 54 milljarðar króna. Brugada hyggst hefja starfsemi hér á landi í Klíníkinni í Ármúla í haust. Middeldorp segir að verkefnið sé fullfjármagnað með láni frá móðurfélaginu Burbanks Capital. Félagið sé hins vegar reiðubúið að endurfjármagna verkefnið. Þó félagið þurfi ekki á fjármagni að halda séu þeir tilbúnir að hleypa fjárfestum að borðinu. „Við höfum svo heyrt frá mörgum einstaklingum frá Evrópu sem segjast vilja taka þátt í verkefninu.“Gunnar Ármannsson lögmaðurBurbanks Capital sé samvinnufélag og þeir telji það samfélagslega skyldu sína að hleypa almenningi að borðinu enda séu vextir í Evrópu víða neikvæðir. „Við teljum okkur bera skyldu gagnvart samfélaginu í Hollandi og Belgíu.“ Á Facebook-síðu félagsins var einnig auglýst eftir fjárfestum sem gátu til síðustu mánaðamóta lagt verkefninu til fé gegn allt að átta prósenta ávöxtun til fimm ára. Gunnar Ármannsson, stjórnarmaður í MCPB, segir að til standi að reisa um 150 herbergja einkaspítala og hótel með um 250 herbergjum og að um þúsund störf skapist við verkefnið. „Hugmyndin er að flytja þarna inn erlenda sjúklinga, fyrst og fremst frá Evrópu.“ Gunnar segir að tryggingafélög sjúklinganna muni greiða fyrir aðgerðirnar. Langir biðlistar eru hjá þeim miðstöðvum sem Brugada rekur í Evrópu og því mun hótelið verða fullbókað um leið og það tekur til starfa, að sögn Middeldorps. Gunnar segir að ekki sé gert ráð fyrir íslenskum sjúklingum á spítalanum. „Við erum ekki að sækjast eftir neinum íslenskum sjúklingum en hins vegar ef einhverjir leita til okkar og vilja gera það á eigin kostnað þá munum við ekki neita því. En við munum á engan hátt taka við Íslendingum á kostnað íslenska heilbrigðiskerfisins,“ segir hann. Gunnar kom einnig að félaginu Prima Care sem hugðist reisa sjúkrahótel á sama stað í Mosfellsbænum sem ekki tókst að fjármagna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Sjá meira
Mosfellsbær úthlutar lóð fyrir einkaspítala Áætlað er að kostnaður við verkefnið nemi 54 milljörðum króna. 21. júlí 2016 09:59