Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. júlí 2016 16:17 Unnsteinn Manúel og félagar spila ekki á Þjóðhátíð eins og staðan er í dag. Stefnubreytingu þurfi. Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas munu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár eins og til stóð nema stefnubreyting verði hjá yfirvöldum í Vestmannaeyjum, og það strax. Þeim blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Sveitirnar segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Þjóðhátíð sé frábær hátíð en kynferðisbrot eigi aldrei að þagga niður. Vísa sveitirnar þar til ákvörðunar lögreglustjórans í Vestmanneyjum, Páleyjar Borgþórsdóttur, að veita fjölmiðlum ekki tölfræðilegar upplýsingar um tilkynnt kynferðisbrot á meðan á Þjóðhátíð stendur.Sjá einnig:Elliði bæjarstjóri segir um misskilning að ræða Páley hefur bent á að þannig sé málum háttað árið um kring í Eyjum en um annað háttalag er að ræða en tíðkast hjá flestum lögregluembættum á landinu. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja að best væri að málum væri eins háttað hjá öllum embættum. Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, í Úlfi Úlfi.Vísir/ERNIR Beita öllum tiltækum ráðum Rappararnir í Úlfur Úlfur fordæmdu ákvörðunina í yfirlýsingu í gær og nú hafa þeir og ofangreindir listamenn gengið skrefinu lengra. Ljóst er að um töluvert högg er að ræða fyrir Þjóðhátíð enda er um að ræða marga af vinsælustu listamönnum landsins. „Þjóðhátíð, Vestmannaeyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Unnsteinn Manúel, söngvari Retro Stefson, í yfirlýsingunni sem birt var á RÚV í dag. „Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það.“ Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, baðst undan viðtali að svo stöddu þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann ætlaði að veita viðtal eftir hálftíma en sagði svo að nefndin myndi senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir málið á misskilningi byggt. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm Yfirlýsingin hljómsveitanna í heild Okkur blöskra viðbrögð yfirvalda í Vestmanneyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er frábær hátíð en kynferðisbrot á aldrei að þagga niður. Þjóðhátið, Vestmanneyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum. Í ljósi orðræðu og verklags lögreglustjórans í Vestmanneyjum undanfarna daga sem gengur þvert á þöggunarumræðuna sem hefur átt sér stað undanfarin ár í íslensku samfélagi, sjáum við okkur ekki annan kost í stöðunni en að draga okkur úr dagskrá Þjóðhátíðar í ár nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum og lögreglustjóra og það strax. Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það. Okkar krafa er sú að lögregluyfirvöld í Vestmanneyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. Og þá tala ég fyrir hönd eftirfarandi hljómsveita: Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas. Kær kveðja, Strákarnir Tengdar fréttir Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas munu ekki koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár eins og til stóð nema stefnubreyting verði hjá yfirvöldum í Vestmannaeyjum, og það strax. Þeim blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Sveitirnar segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Þjóðhátíð sé frábær hátíð en kynferðisbrot eigi aldrei að þagga niður. Vísa sveitirnar þar til ákvörðunar lögreglustjórans í Vestmanneyjum, Páleyjar Borgþórsdóttur, að veita fjölmiðlum ekki tölfræðilegar upplýsingar um tilkynnt kynferðisbrot á meðan á Þjóðhátíð stendur.Sjá einnig:Elliði bæjarstjóri segir um misskilning að ræða Páley hefur bent á að þannig sé málum háttað árið um kring í Eyjum en um annað háttalag er að ræða en tíðkast hjá flestum lögregluembættum á landinu. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja að best væri að málum væri eins háttað hjá öllum embættum. Arnar Freyr Frostason og Helgi Sæmundur Guðmundsson, í Úlfi Úlfi.Vísir/ERNIR Beita öllum tiltækum ráðum Rappararnir í Úlfur Úlfur fordæmdu ákvörðunina í yfirlýsingu í gær og nú hafa þeir og ofangreindir listamenn gengið skrefinu lengra. Ljóst er að um töluvert högg er að ræða fyrir Þjóðhátíð enda er um að ræða marga af vinsælustu listamönnum landsins. „Þjóðhátíð, Vestmannaeyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum,“ sagði Unnsteinn Manúel, söngvari Retro Stefson, í yfirlýsingunni sem birt var á RÚV í dag. „Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það.“ Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, baðst undan viðtali að svo stöddu þegar fréttastofa náði af honum tali. Hann ætlaði að veita viðtal eftir hálftíma en sagði svo að nefndin myndi senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir málið á misskilningi byggt. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið fjölmennasta útihátíðin um Verslunarmannahelgina um árabil.Vísir/Vilhelm Yfirlýsingin hljómsveitanna í heild Okkur blöskra viðbrögð yfirvalda í Vestmanneyjum við háværum kröfum samfélagsins undanfarna daga. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er frábær hátíð en kynferðisbrot á aldrei að þagga niður. Þjóðhátið, Vestmanneyingar og við öll eigum að úthýsa kynferðisofbeldi með öllum tiltækum ráðum. Í ljósi orðræðu og verklags lögreglustjórans í Vestmanneyjum undanfarna daga sem gengur þvert á þöggunarumræðuna sem hefur átt sér stað undanfarin ár í íslensku samfélagi, sjáum við okkur ekki annan kost í stöðunni en að draga okkur úr dagskrá Þjóðhátíðar í ár nema skýr stefnubreyting komi frá bæjaryfirvöldum og lögreglustjóra og það strax. Við getum ekki, sem flytjendur og listamenn á þessari hátið, komið fram vitandi það að einhverjir úr áhorfendaskaranum verði fyrir kynferðisofbeldi ef að bæjaryfirvöld og lögreglustjórinn í Vestmanneyjum hafa ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir það. Okkar krafa er sú að lögregluyfirvöld í Vestmanneyjum temji sér þau vinnubrögð sem Landsspítalinn og Stígamót telji vera æskilegust. Og þá tala ég fyrir hönd eftirfarandi hljómsveita: Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Sturla Atlas. Kær kveðja, Strákarnir
Tengdar fréttir Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Hefur staðið á bryggjunni á Heimaey með brotaþolum sem upplifa svakalega skömm Formaður áfallateymis á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum telur ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum vera skref í rétta átt. 21. júlí 2016 11:26
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48