Landsliðshetja styrkti krabbameinsveikan strák um 100.000 krónur Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2016 13:47 Baldvin Rúnarsson glímir við krabbamein en er þakklátur fyrir stuðning Krabbameinsfélags Akureyrar og Jóhanns Bergs. mynd/hlaupastyrkssíða Baldvins Baldvin Rúnarsson, krabbameinsveikur fótboltastrákur frá Akureyri, fékk rausnarlegan styrk frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, landsliðsmanni í fótbolta, fyrir hálfmaraþonið sem hann hleypur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar í Reykjavíkurmaraþoninu. Baldvin er Þórsari sem spilaði fyrir Magna á Grenivík árið 2014 en fyrir þremur árum greindist hann með heilaæxli sem hann er enn að berjast við. Hann tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og vill safna einni milljóna króna til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar sem bjargaði honum um íbúð þegar Baldvin þurfti að flytja til Reykjavíkur á meðan geisla- og lyfjameðferðinni stóð.Jóhann Berg lék alla leiki Íslands á EM.vísir/gettyRausnarlegur sóknarmaður Jóhann Berg styrkir Baldvin og þar af leiðandi Krabbameinsfélag Akureyrar um 100.000 krónur en Jóhann skildi eftir einföld skilaboð á söfnunarsíðu Baldvins: „Vel Gert gamli!“ Myndarlegur styrkur Jóhanns Bergs lyfti Baldvini upp í fimmta sæti yfir þá sem hafa safnað mest en hann hefur í heildina safnað 386.500 krónum þegar þetta er skrifað. Hann er þó enn ekki hálfnaður að takmarki sínu en hægt er að gera eins og Jóhann og styrkja Baldvin með því að fara á síðuna hans á vef Hlaupastyrks. Baldvin þakkar Jóhanni Berg fyrir sig á Twitter þar sem hann einfaldlega sýnir skjámynd af upphæðinni sem landsliðshetjan lagði til og skrifar „auðmjúkur“ á ensku í kassamerki eða #humbled. Jóhann Berg var í fréttunum fyrr í þessari viku þegar hann gekk frá vistaskiptum til Burnley en hann mun á næstu leiktíð spila í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn eftir að vera langbesti leikmaður Charlton í B-deildinni á síðustu leiktíð og standa sig vel með íslenska landsliðinu í ævintýrinu í Frakklandi.@Gudmundsson7 #humbled pic.twitter.com/uW84ZMgZy6— Baldvin Rúnarsson (@baldvinr94) July 21, 2016 Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira
Baldvin Rúnarsson, krabbameinsveikur fótboltastrákur frá Akureyri, fékk rausnarlegan styrk frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, landsliðsmanni í fótbolta, fyrir hálfmaraþonið sem hann hleypur til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar í Reykjavíkurmaraþoninu. Baldvin er Þórsari sem spilaði fyrir Magna á Grenivík árið 2014 en fyrir þremur árum greindist hann með heilaæxli sem hann er enn að berjast við. Hann tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og vill safna einni milljóna króna til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar sem bjargaði honum um íbúð þegar Baldvin þurfti að flytja til Reykjavíkur á meðan geisla- og lyfjameðferðinni stóð.Jóhann Berg lék alla leiki Íslands á EM.vísir/gettyRausnarlegur sóknarmaður Jóhann Berg styrkir Baldvin og þar af leiðandi Krabbameinsfélag Akureyrar um 100.000 krónur en Jóhann skildi eftir einföld skilaboð á söfnunarsíðu Baldvins: „Vel Gert gamli!“ Myndarlegur styrkur Jóhanns Bergs lyfti Baldvini upp í fimmta sæti yfir þá sem hafa safnað mest en hann hefur í heildina safnað 386.500 krónum þegar þetta er skrifað. Hann er þó enn ekki hálfnaður að takmarki sínu en hægt er að gera eins og Jóhann og styrkja Baldvin með því að fara á síðuna hans á vef Hlaupastyrks. Baldvin þakkar Jóhanni Berg fyrir sig á Twitter þar sem hann einfaldlega sýnir skjámynd af upphæðinni sem landsliðshetjan lagði til og skrifar „auðmjúkur“ á ensku í kassamerki eða #humbled. Jóhann Berg var í fréttunum fyrr í þessari viku þegar hann gekk frá vistaskiptum til Burnley en hann mun á næstu leiktíð spila í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn eftir að vera langbesti leikmaður Charlton í B-deildinni á síðustu leiktíð og standa sig vel með íslenska landsliðinu í ævintýrinu í Frakklandi.@Gudmundsson7 #humbled pic.twitter.com/uW84ZMgZy6— Baldvin Rúnarsson (@baldvinr94) July 21, 2016
Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira