Lífið

Bræðslan verður í beinni útsendingu á Vísi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Borgarfirði Eystra sumarið 2014 þegar Emilíana Torrini tróð upp.
Frá Borgarfirði Eystra sumarið 2014 þegar Emilíana Torrini tróð upp. Vísir/KTD
Tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin á Borgarfirði Eystra í tólfta skipti um helgina. Miðar seldust upp á nokkrum mínútum, eins og undanfarin ár, en lesendur Vísis þurfa þó ekki að örvænta því hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá Bræðslunni á laugardaginn.

Dagskráin á laugardaginn hefst um klukkan 19:30 en þeir sem koma fram eru Tina Dickow og Helgi Hrafn, KK Band, Amabadama og Nýdönsk. Þá troða Soffía Björg, Gavin James og David Celia einnig upp.

Útsendingin á laugardaginn verður í samstarfi við Nýherja og verður bein útsending aðgengileg hér á Vísi.

 


Tengdar fréttir

Hátíð með rómantískum blæ

Það eru annasamir dagar hjá Steinunni Jónsdóttur, söngkonu Reyjavíkurdætra og Amabadama. Hún þeytist á milli landa og þenur röddina. Nýlega var það Hróarskelda, á morgun er það Spánn og síðan Bræðslan á Borgarfirði eystri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×