Þáttastjórnandi Rásar 2 minnti fólk í Vestmannaeyjum á að nauðga heima hjá sér Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2016 10:04 Margrét Erla er þaulvön fjölmiðlakona. Vísir/GVA „Minnum fólk á að nauðga bara heima hjá sér í Vestmannaeyjum,“ sagði Margrét Erla Maack, útvarpskona, í lok Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þegar þáttastjórnendur kynntu inn Þjóðhátíðarlagið 2016.Hér má heyra ummælin en þau eru í lok þáttarins eftir klukkustund og 37 mínútur. Fór um aðra í hljóðveri þegar Margrét lét orðin falla og heyrðist í einum segja „Oj, bara“ þegar tónar Þjóðhátíðarlagsins tóku að heyrast í útvarpinu. Margrét Erla var gagnrýnd fyrir ummælin á Facebook og þar vísar hún í Twitter-færslu rithöfundarins Dags Hjartarsonar sem spyr hvort slagorð Þjóðhátíðar í ár verði: „Naugðum inni.“Er slagorð Þjóðhátíðar 'Nauðgum inni“? Gefum Páleyju orðið: pic.twitter.com/2GC22FDZFO— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 19, 2016Tilefni tístsins eru orð Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en fréttina má sjá hér að neðan. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin,“ sagði Páley í fréttum Stöðvar 2 í gær. Páley hefur verið gagnrýnd mjög fyrir þessi orð og fyrir þá ákvörðun að banna lögregluyfirvöldum og öðrum að tjá sig um kynferðisbrot sem gætu orðið á Þjóðhátíð í ár. Þessi hátturinn var einnig hafður á í fyrra. Til að mynda skrifaði Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri 365, í leiðara Fréttablaðsins í dag að þessi viðhorf hæfðu ekki 21. öldinni. „Þessi rök halda ekki heldur vatni. Þegar tugþúsundir safnast saman er hægara sagt en gert að leggja saman tvo og tvo til að finna út málsaðila. Það að fólk fari sjálfviljugt inn í lokuð rými, það séu einungis tveir til frásagnar eða að fólk þekkist er hins vegar gömul tugga sem gengur út á að fórnarlambið beri ábyrgð á glæpnum. Röksemd sem ætti ekki að sjást á 21. Öldinni,“ skrifaði Fanney og spurði hvort hagsmunir fórnarlamba væru raunverulega ástæðan fyrir ákvörðun lögreglustjórans. „..eða hvort hann sé raunverulega að reyna að tryggja að skuggi falli ekki á Þjóðhátíð á meðan á henni stendur. Það er í sjálfu sér ekki nýtt af nálinni. Sem dæmi má nefna að bæði kaþólska kirkjan og BBC hafa verið staðin að því að þagga niður umfjöllun um kynferðisbrot innan sinna raða til að viðhalda jákvæðri ímynd.“ Svona hagar lögreglan á Íslandi upplýsingagjöf þegar kemur að kynferðisbrotum.Margrét Erla hefur verið áberandi í myndböndum Druslugöngunnar sem gengin verður um helgina en gangan gengur út á að skila skömminni sem þolendur upplifa gjarnan eftir að brotið hefur verið á þeim kynferðislega til gerenda. Margrét steig fram í einu myndbandanna og sagði frá eigin nauðgun. Margrét vísar í myndbandið hér að neðan á Facebook þar sem hún er spurð út í ummælin með eftirfarandi útskýringu: „Ég viðurkenni það að kaldhæðni skilar sér sjaldan í útvarpi. Mér er einfaldlega nóg boðið, eins og svo mörgum öðrum, meðal annars ríkislögreglustjóra, hvernig tekið er á þessum málum í Vestmannaeyjum. Tímaskekkja og rugl. Þetta var kaldhæðnisleg athugasemd um ljótan veruleika og ég er glöð að við séum öll sammála um að þetta hafi farið yfir strikið. Ekki reyna að misskilja mig að ég sé að hvetja til nauðgana. Stundum er ég grimmur gargandi háðsfugl. Nauðganir eru svartur blettur á hátíð sem ég efast ekki um að sé frábær þar sem kærleikurinn er í fyrirrúmi. Afsakið,“ skrifaði Margrét. Tengdar fréttir Drusluvarningurinn þarf að vera skýr og vandaður Þær Helga Dögg Ólafsdóttir og Gréta Þorkelsdóttir hönnuðu varninginn fyrir Druslugönguna þetta árið sem gengin verður næstkomandi laugardag frá Hallgrímskirkju. Áhersla göngunnar í ár verður að þrýsta á samfélagið til þess að þrýsta á samfélagið til þess að gera meira í þessum málaflokki. 18. júlí 2016 08:00 Margrét skammast sín og á allt eins von á að vera kölluð á teppið Fjölmiðlakonan er ósammála lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og þótti ankannalegt að tjá sig ekki þegar þjóðhátíðarlagið var kynnt inn. 20. júlí 2016 11:00 Druslugangan 2016: „Skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi en yfirlýst markmið göngunnar er að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. 14. júlí 2016 10:08 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Minnum fólk á að nauðga bara heima hjá sér í Vestmannaeyjum,“ sagði Margrét Erla Maack, útvarpskona, í lok Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þegar þáttastjórnendur kynntu inn Þjóðhátíðarlagið 2016.Hér má heyra ummælin en þau eru í lok þáttarins eftir klukkustund og 37 mínútur. Fór um aðra í hljóðveri þegar Margrét lét orðin falla og heyrðist í einum segja „Oj, bara“ þegar tónar Þjóðhátíðarlagsins tóku að heyrast í útvarpinu. Margrét Erla var gagnrýnd fyrir ummælin á Facebook og þar vísar hún í Twitter-færslu rithöfundarins Dags Hjartarsonar sem spyr hvort slagorð Þjóðhátíðar í ár verði: „Naugðum inni.“Er slagorð Þjóðhátíðar 'Nauðgum inni“? Gefum Páleyju orðið: pic.twitter.com/2GC22FDZFO— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) July 19, 2016Tilefni tístsins eru orð Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, en fréttina má sjá hér að neðan. „Flest þessara brota eiga sér stað á milli tveggja einstaklinga í lokuðum rýmum þangað sem fólk fer yfirleitt sjálfviljugt. Það er bara staðreyndin,“ sagði Páley í fréttum Stöðvar 2 í gær. Páley hefur verið gagnrýnd mjög fyrir þessi orð og fyrir þá ákvörðun að banna lögregluyfirvöldum og öðrum að tjá sig um kynferðisbrot sem gætu orðið á Þjóðhátíð í ár. Þessi hátturinn var einnig hafður á í fyrra. Til að mynda skrifaði Fanney Birna Jónsdóttir, aðstoðarritstjóri 365, í leiðara Fréttablaðsins í dag að þessi viðhorf hæfðu ekki 21. öldinni. „Þessi rök halda ekki heldur vatni. Þegar tugþúsundir safnast saman er hægara sagt en gert að leggja saman tvo og tvo til að finna út málsaðila. Það að fólk fari sjálfviljugt inn í lokuð rými, það séu einungis tveir til frásagnar eða að fólk þekkist er hins vegar gömul tugga sem gengur út á að fórnarlambið beri ábyrgð á glæpnum. Röksemd sem ætti ekki að sjást á 21. Öldinni,“ skrifaði Fanney og spurði hvort hagsmunir fórnarlamba væru raunverulega ástæðan fyrir ákvörðun lögreglustjórans. „..eða hvort hann sé raunverulega að reyna að tryggja að skuggi falli ekki á Þjóðhátíð á meðan á henni stendur. Það er í sjálfu sér ekki nýtt af nálinni. Sem dæmi má nefna að bæði kaþólska kirkjan og BBC hafa verið staðin að því að þagga niður umfjöllun um kynferðisbrot innan sinna raða til að viðhalda jákvæðri ímynd.“ Svona hagar lögreglan á Íslandi upplýsingagjöf þegar kemur að kynferðisbrotum.Margrét Erla hefur verið áberandi í myndböndum Druslugöngunnar sem gengin verður um helgina en gangan gengur út á að skila skömminni sem þolendur upplifa gjarnan eftir að brotið hefur verið á þeim kynferðislega til gerenda. Margrét steig fram í einu myndbandanna og sagði frá eigin nauðgun. Margrét vísar í myndbandið hér að neðan á Facebook þar sem hún er spurð út í ummælin með eftirfarandi útskýringu: „Ég viðurkenni það að kaldhæðni skilar sér sjaldan í útvarpi. Mér er einfaldlega nóg boðið, eins og svo mörgum öðrum, meðal annars ríkislögreglustjóra, hvernig tekið er á þessum málum í Vestmannaeyjum. Tímaskekkja og rugl. Þetta var kaldhæðnisleg athugasemd um ljótan veruleika og ég er glöð að við séum öll sammála um að þetta hafi farið yfir strikið. Ekki reyna að misskilja mig að ég sé að hvetja til nauðgana. Stundum er ég grimmur gargandi háðsfugl. Nauðganir eru svartur blettur á hátíð sem ég efast ekki um að sé frábær þar sem kærleikurinn er í fyrirrúmi. Afsakið,“ skrifaði Margrét.
Tengdar fréttir Drusluvarningurinn þarf að vera skýr og vandaður Þær Helga Dögg Ólafsdóttir og Gréta Þorkelsdóttir hönnuðu varninginn fyrir Druslugönguna þetta árið sem gengin verður næstkomandi laugardag frá Hallgrímskirkju. Áhersla göngunnar í ár verður að þrýsta á samfélagið til þess að þrýsta á samfélagið til þess að gera meira í þessum málaflokki. 18. júlí 2016 08:00 Margrét skammast sín og á allt eins von á að vera kölluð á teppið Fjölmiðlakonan er ósammála lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og þótti ankannalegt að tjá sig ekki þegar þjóðhátíðarlagið var kynnt inn. 20. júlí 2016 11:00 Druslugangan 2016: „Skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi en yfirlýst markmið göngunnar er að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. 14. júlí 2016 10:08 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Drusluvarningurinn þarf að vera skýr og vandaður Þær Helga Dögg Ólafsdóttir og Gréta Þorkelsdóttir hönnuðu varninginn fyrir Druslugönguna þetta árið sem gengin verður næstkomandi laugardag frá Hallgrímskirkju. Áhersla göngunnar í ár verður að þrýsta á samfélagið til þess að þrýsta á samfélagið til þess að gera meira í þessum málaflokki. 18. júlí 2016 08:00
Margrét skammast sín og á allt eins von á að vera kölluð á teppið Fjölmiðlakonan er ósammála lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum og þótti ankannalegt að tjá sig ekki þegar þjóðhátíðarlagið var kynnt inn. 20. júlí 2016 11:00
Druslugangan 2016: „Skilaboðin sem ég fékk voru þau að ég hefði bara átt að passa mig á honum“ Druslugangan verður gengin í sjötta sinn þann 23. júlí næst komandi en yfirlýst markmið göngunnar er að útrýma kynferðisofbeldi, styðja við þolendur kynferðisofbeldis og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. 14. júlí 2016 10:08