Fjárfestar leigja Raufarhólshelli og rukka inn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2016 07:00 Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Raufarhóls, segir mikilvægt að vernda hellinn fyrir ásókn ferðamanna. Mynd/Raufarhóll Fyrirtækið Raufarhóll hf. hefur gert samning við landeigendur um þrjátíu ára leigu á Raufarhólshelli og nánasta umhverfi. Þar ætlar fyrirtækið að byggja upp aðstöðu og bjóða skipulagðar hellaferðir. Áætlað er að aðstaða verði tilbúin í byrjun næsta árs. „Við erum að undirbúa það að byggja aðstöðu til að vel sé hægt að taka á móti fólki og gera öllum kleift að skoða þennan fallega helli,“ segir Hallgrímur Kristinsson, frumkvöðull verkefnisins og framkvæmdastjóri. Hann segir fyrirhugað að reisa upplýsta útsýnispalla inni í hellinum enda sé hann illfær. Þá segir hann landeigendur lengi hafa haft áhyggjur af ástandi hellisins. Eiríkur Ingvarsson, einn úr hópi landeigenda, segir Hlíðardalsskóla hafa átt hellinn frá árinu 1948. „Eigandinn hefur alltaf hugsað það þannig að eðlilegast sé að hafa hellinn opinn fyrir alla að skoða. Hins vegar var ekki reiknað með jafn gríðarlegri ásókn og við erum að horfa á núna. Við gerðum úttekt á hellinum sem kom ekki nógu vel út. Það er búið að hreinsa hellinn af nánast öllum dropasteinum,“ segir Eiríkur. Mat Raufarhóls er að um 20 þúsund manns heimsæki hellinn ár hvert. Þar að auki segir Eiríkur að með aukinni ásókn ferðamanna hafi einnig orðið slys í hellinum. Þurft hafi að kalla út björgunarsveit fyrir tveimur árum til að leita að fólki sem villtist ofan í hellinum. „Landeigandi stóð frammi fyrir tveimur kostum. Annaðhvort að loka hellinum vegna öryggissjónarmiða eða að semja við aðila sem myndi gera þetta af miklum myndugleika og hann fengi leigusamning til að vera sá eini sem myndi selja inn í hellinn,“ segir Eiríkur. „Þetta eru fyrst og fremst náttúruverndarsjónarmið og öryggissjónarmið sem við höfum í huga,“ segir Eiríkur enn fremur. Hallgrímur tekur í sama streng og segir verkefnið skref í þá átt að vernda hellinn. „Með því að búa til aðstöðu erum við í raun að vernda það umhverfi sem þarna er og tryggja að það verði ekki traðkað niður, en samt með þeim hætti að þetta verði allt afturkræft,“ segir Hallgrímur. Hann býst við því að ferð í hellinn verði ódýr afþreying fyrir ferðamenn miðað við margt annað sem er í boði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fyrirtækið Raufarhóll hf. hefur gert samning við landeigendur um þrjátíu ára leigu á Raufarhólshelli og nánasta umhverfi. Þar ætlar fyrirtækið að byggja upp aðstöðu og bjóða skipulagðar hellaferðir. Áætlað er að aðstaða verði tilbúin í byrjun næsta árs. „Við erum að undirbúa það að byggja aðstöðu til að vel sé hægt að taka á móti fólki og gera öllum kleift að skoða þennan fallega helli,“ segir Hallgrímur Kristinsson, frumkvöðull verkefnisins og framkvæmdastjóri. Hann segir fyrirhugað að reisa upplýsta útsýnispalla inni í hellinum enda sé hann illfær. Þá segir hann landeigendur lengi hafa haft áhyggjur af ástandi hellisins. Eiríkur Ingvarsson, einn úr hópi landeigenda, segir Hlíðardalsskóla hafa átt hellinn frá árinu 1948. „Eigandinn hefur alltaf hugsað það þannig að eðlilegast sé að hafa hellinn opinn fyrir alla að skoða. Hins vegar var ekki reiknað með jafn gríðarlegri ásókn og við erum að horfa á núna. Við gerðum úttekt á hellinum sem kom ekki nógu vel út. Það er búið að hreinsa hellinn af nánast öllum dropasteinum,“ segir Eiríkur. Mat Raufarhóls er að um 20 þúsund manns heimsæki hellinn ár hvert. Þar að auki segir Eiríkur að með aukinni ásókn ferðamanna hafi einnig orðið slys í hellinum. Þurft hafi að kalla út björgunarsveit fyrir tveimur árum til að leita að fólki sem villtist ofan í hellinum. „Landeigandi stóð frammi fyrir tveimur kostum. Annaðhvort að loka hellinum vegna öryggissjónarmiða eða að semja við aðila sem myndi gera þetta af miklum myndugleika og hann fengi leigusamning til að vera sá eini sem myndi selja inn í hellinn,“ segir Eiríkur. „Þetta eru fyrst og fremst náttúruverndarsjónarmið og öryggissjónarmið sem við höfum í huga,“ segir Eiríkur enn fremur. Hallgrímur tekur í sama streng og segir verkefnið skref í þá átt að vernda hellinn. „Með því að búa til aðstöðu erum við í raun að vernda það umhverfi sem þarna er og tryggja að það verði ekki traðkað niður, en samt með þeim hætti að þetta verði allt afturkræft,“ segir Hallgrímur. Hann býst við því að ferð í hellinn verði ódýr afþreying fyrir ferðamenn miðað við margt annað sem er í boði.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júlí
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira