Erlent

Réðust á lögreglustöð í Mogadishu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tvær bílasprengjur sprungu áður en skothríð hófst.
Tvær bílasprengjur sprungu áður en skothríð hófst. vísir/epa
Þrettán létust í tveimur sjálfsvígsárásum í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Fimm almennir borgar og lögreglumaður týndu lífi í árásinni. Þá féllu sjö árásarmenn.

Hryðjuverkasamtökin Al-Shabaab lýstu því yfir að þau bæru ábyrgð á árásinni. Árásinni var beint gegn rannsóknarlögreglu borgarinnar. Tveir menn sprengdu sig í loft upp áður en fimm til viðbótar hófu skothríð. Þeir voru felldir af lögreglumönnum á staðnum. Í tveimur tístum frá öryggismálaráðherra landsins kemur tala látinna fram.

Al-Shabaab er sómalskur armur Al-Kaída. Þau hafa undanfarin ár verið að baki fjölda árása í Sómalíu og nágrannalöndum þess. Þar á meðal má nefna árás á kenýskan skóla árið 2015 þar sem 148 féllu og árásina á El Adde herstöðina í Sómalíu í upphafi árs. Þar féllu á annaðhundrað manns.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×