Sjötti sigur Hamiltons í síðustu sjö keppnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2016 14:04 Hamilton fagnar við komuna í mark. vísir/epa Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í þýska kappakstrinum í dag. Þetta var sjötti sigur Hamiltons í síðustu sjö keppnum en hann er nú kominn með 19 stiga forskot á Nico Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna. Daniel Ricciardo á Red Bull endaði í 2. sæti og samherji hans, Max Verstappen, í því þriðja. Rosberg tókst ekki að sigra á heimavelli en hann endaði í 4. sæti. Rosberg var með rásspól en Hamilton náði strax forystunni af samherja sínum. „Ég vil þakka öllum sem mættu til að horfa á. Það er frábært að sjá svona marga hérna. Þetta var frábær kappakstur, þvílík byrjun. Þetta snerist bara um að vera svalur og halda haus,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn í dag. Staða hans hefur breyst mikið á undanförnum vikum. Eftir spænska kappaksturinn var hann 43 stigum á eftir Rosberg en nú er hann 19 stigum á undan Þjóðverjanum. Nú tekur við mánaðar sumarfrí en næsta keppni er í Belgíu 28. ágúst. Formúla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í þýska kappakstrinum í dag. Þetta var sjötti sigur Hamiltons í síðustu sjö keppnum en hann er nú kominn með 19 stiga forskot á Nico Rosberg í heimsmeistarakeppni ökumanna. Daniel Ricciardo á Red Bull endaði í 2. sæti og samherji hans, Max Verstappen, í því þriðja. Rosberg tókst ekki að sigra á heimavelli en hann endaði í 4. sæti. Rosberg var með rásspól en Hamilton náði strax forystunni af samherja sínum. „Ég vil þakka öllum sem mættu til að horfa á. Það er frábært að sjá svona marga hérna. Þetta var frábær kappakstur, þvílík byrjun. Þetta snerist bara um að vera svalur og halda haus,“ sagði Hamilton eftir kappaksturinn í dag. Staða hans hefur breyst mikið á undanförnum vikum. Eftir spænska kappaksturinn var hann 43 stigum á eftir Rosberg en nú er hann 19 stigum á undan Þjóðverjanum. Nú tekur við mánaðar sumarfrí en næsta keppni er í Belgíu 28. ágúst.
Formúla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira