Viðskipti innlent

Hlutabréf í Icelandair ekki lægri í tæpt ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um 58 milljarða frá lok apríl.
Markaðsvirði Icelandair hefur lækkað um 58 milljarða frá lok apríl. Vísir/Vilhelm
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group var við lokun markaða í dag 27,25 krónur og hafðu lækkað um 0,37 prósent í viðskiptum dagsins. Gengið hefur ekki verið lægra síðan 24. ágúst í fyrra þegar það mældist 27,15 krónur.

Gengi hlutabréfa Icelandair náðu hæstu hæðum þann 28. apríl síðastliðinn og mældist 38,9 krónur. Þá mældist markaðsvirði félagsins 193,5 milljarðar króna en hefur lækkað um 58 milljarða síðan þá og mælist í dag 135,6 milljarðar króna.

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group lækkuðu í lok júlí um tæp níu prósent á einum degi. Þetta gerðist í kjölfar þess að Icelandair Group kynnti afkomu annars ársfjórðungs eftir lokun markaða daginn áður og afkomuspá Icelandair Group var færð niður vegna óvissu á mörkuðum.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×