Aðferðafræðin frá Hiroshima enn á sínum stað! Ögmundur Jónasson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Hinn 6. ágúst 1945 varð japanska borgin Hiroshima fyrir kjarnorkuárás og þremur dögum síðar, hinn 9. ágúst, borgin Nagasaki. Fyrr í sumar heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseti þessar tvær borgir. Ýmsir gerðu sér vonir um að Bandaríkjaforseti bæðist afsökunar á kjarnorkuárásunum fyrir rúmum sjö áratugum.Einbeittur drápsvilji Obama baðst ekki afsökunar heldur talaði í kringum efnið: „Fyrir 71 ári féll dauðinn af himnum ofan og heimurinn breyttist,“ sagði Obama um sprengjuna sem „sýndi að mannkynið hefur alla burði til að tortíma sér sjálft“. Dauðinn kom ekki af himnum ofan í einhverjum óræðum skilningi, heldur létust á þriðja hundrað þúsund manns þegar Bandaríkjamenn af einbeittum ásetningi vörpuðu sprengjum á borgirnar tvær til þess að drepa og hræða.Hótuðu tortímingu Eftir fyrri árásina var krafist uppgjafar af hálfu Japana, ella skyldu þeir hafa verra af og búast við „regni tortímingar og eyðileggingar, meiri en dæmi væru um í sögu heimsbyggðarinnar“, eins og sagði orðrétt í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá þessum tíma. Eftir síðari árásina sannfærðust Japanir um að alvara var að baki þessari hótun.Ásetningur að baki hótunum Þetta var úthugsuð aðgerð og hugmyndafræðin er enn til staðar. Á henni, hótunarmætti handhafa kjarnorkusprengjunnar, hvílir aðferðafræði Bandaríkjanna og NATO. Kjarnorkuveldin tala um „fælingarmátt“ vopna sinna til að láta líta svo út að þessar þjóðir séu alltaf í vörn. Fælingarmátturinn byggir á því að „óvinurinn“ trúi því að ásetningur sé að baki hótunum um að beita kjarnorkuvopnum ef þurfa þykir. Þess vegna verður aldrei beðist afsökunar á Hiroshima og Nagasaki af hálfu þessara bandalagsþjóða Íslands í NATO. Það verður aldrei gert á meðan hernaðarstefna NATO er við lýði.Fordæma ríki sem vilja vera eins! En svo mikill er tvískinnungurinn, að Íran er hótað öllu illu ef það ríki vogar sér að taka upp sömu kjarnorkuvopnastefnu og Bandaríkin! Sjálfum þykir mér einsýnt að heimurinn eigi að berjast gegn kjarnorkuvopnavæðingu Írans og allra ríkja sem eru að feta sig inn á þessa viðsjárverðu braut. En gleymum ekki að krefjast þess að sama skapi, að kjarnorkuveldin eyði kjarnorkuvopnum sínum þegar í stað þannig að dauðinn eigi ekki eftir að koma af himnum ofan eins og hann gerði úr bandarískum árásarþotum í Hiroshima og Nagasaki fyrir 71 ári.Þess vegna fleytum við kertum Afleiðingar þessarar illræmdustu hernaðaraðgerðar sögunnar verða ekki aðeins mældar í tölu látinna eða eyðileggingar á landi og mannvirkjum. Afleiðingarnar hafa fram á þennan dag verið að birtast í líkamlegum kvillum og sálarmeinum eftirlifenda. Skilaboðin til samtímans ættu að vera þau að afleiðingarnar tali til okkar öllum stundum. Þær eiga að vera okkur víti til varnaðar. Þess vegna er hollt að minnast þessara atburða. Þess vegna er það orðinn árlegur viðburður á Íslandi í ágústmánuði að fleyta kertum í minningu fórnarlambanna frá Hiroshima og Nagasaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Ögmundur Jónasson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hinn 6. ágúst 1945 varð japanska borgin Hiroshima fyrir kjarnorkuárás og þremur dögum síðar, hinn 9. ágúst, borgin Nagasaki. Fyrr í sumar heimsótti Barack Obama Bandaríkjaforseti þessar tvær borgir. Ýmsir gerðu sér vonir um að Bandaríkjaforseti bæðist afsökunar á kjarnorkuárásunum fyrir rúmum sjö áratugum.Einbeittur drápsvilji Obama baðst ekki afsökunar heldur talaði í kringum efnið: „Fyrir 71 ári féll dauðinn af himnum ofan og heimurinn breyttist,“ sagði Obama um sprengjuna sem „sýndi að mannkynið hefur alla burði til að tortíma sér sjálft“. Dauðinn kom ekki af himnum ofan í einhverjum óræðum skilningi, heldur létust á þriðja hundrað þúsund manns þegar Bandaríkjamenn af einbeittum ásetningi vörpuðu sprengjum á borgirnar tvær til þess að drepa og hræða.Hótuðu tortímingu Eftir fyrri árásina var krafist uppgjafar af hálfu Japana, ella skyldu þeir hafa verra af og búast við „regni tortímingar og eyðileggingar, meiri en dæmi væru um í sögu heimsbyggðarinnar“, eins og sagði orðrétt í yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá þessum tíma. Eftir síðari árásina sannfærðust Japanir um að alvara var að baki þessari hótun.Ásetningur að baki hótunum Þetta var úthugsuð aðgerð og hugmyndafræðin er enn til staðar. Á henni, hótunarmætti handhafa kjarnorkusprengjunnar, hvílir aðferðafræði Bandaríkjanna og NATO. Kjarnorkuveldin tala um „fælingarmátt“ vopna sinna til að láta líta svo út að þessar þjóðir séu alltaf í vörn. Fælingarmátturinn byggir á því að „óvinurinn“ trúi því að ásetningur sé að baki hótunum um að beita kjarnorkuvopnum ef þurfa þykir. Þess vegna verður aldrei beðist afsökunar á Hiroshima og Nagasaki af hálfu þessara bandalagsþjóða Íslands í NATO. Það verður aldrei gert á meðan hernaðarstefna NATO er við lýði.Fordæma ríki sem vilja vera eins! En svo mikill er tvískinnungurinn, að Íran er hótað öllu illu ef það ríki vogar sér að taka upp sömu kjarnorkuvopnastefnu og Bandaríkin! Sjálfum þykir mér einsýnt að heimurinn eigi að berjast gegn kjarnorkuvopnavæðingu Írans og allra ríkja sem eru að feta sig inn á þessa viðsjárverðu braut. En gleymum ekki að krefjast þess að sama skapi, að kjarnorkuveldin eyði kjarnorkuvopnum sínum þegar í stað þannig að dauðinn eigi ekki eftir að koma af himnum ofan eins og hann gerði úr bandarískum árásarþotum í Hiroshima og Nagasaki fyrir 71 ári.Þess vegna fleytum við kertum Afleiðingar þessarar illræmdustu hernaðaraðgerðar sögunnar verða ekki aðeins mældar í tölu látinna eða eyðileggingar á landi og mannvirkjum. Afleiðingarnar hafa fram á þennan dag verið að birtast í líkamlegum kvillum og sálarmeinum eftirlifenda. Skilaboðin til samtímans ættu að vera þau að afleiðingarnar tali til okkar öllum stundum. Þær eiga að vera okkur víti til varnaðar. Þess vegna er hollt að minnast þessara atburða. Þess vegna er það orðinn árlegur viðburður á Íslandi í ágústmánuði að fleyta kertum í minningu fórnarlambanna frá Hiroshima og Nagasaki.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun