Þátttaka í Gleðigöngunni stór áfangi fyrir BDSM á Íslandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2016 05:00 Að vanda tók fjöldi fólks þátt í Gleðigöngunni sem fram fór síðastliðinn laugardag, þar á meðal fulltrúar BDSM á Íslandi. vísir/hanna „Þetta er í rauninni rosalega stór og mikill áfangi. Það er svo mikilvægt að auka sýnileikann og sýna fjölbreytnina í flórunni,“ segir Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, um þátttöku félagsins í Gleðigöngu Hinsegin daga sem var gengin á laugardaginn. BDSM-fólk tók þá í fyrsta sinn þátt í göngunni undir merkjum félagsins.Magnús Hákonarson, formaður BDSM á ÍslandiUpplifunina af því að ganga í Gleðigöngunni í ár segir Magnús hafa einkennst af hamingju og gleði. Einhverjir hafa þó ekki verið samþykkir tilvist BDSM á Íslandi en hann segir að heyra hafi mátt hóp fólks hrópa að þeim ókvæðisorð. Meðal annars var BDSM-fólk kallað „helvítis perraógeð“. „Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að taka þátt. Það, í rauninni, er lykillinn að þessu öllu saman,“ segir Magnús. Þegar tilkynnt var um þátttöku BDSM á Íslandi í Gleðigöngunni skrifaði BDSM á Íslandi eftirfarandi á Facebook-síðu sína: „Atriðið verður frekar lágstemmt og hógvært, engar pyntingar eða svipusmellir, bara fólk að sýna samstöðu með sjálfu sér og öðrum.“ Magnús segir það hafa verið skrifað sem kaldhæðið grín en segir nokkra fjölmiðla hafa gripið þessi orð á lofti og sett þau í fyrirsögn. Hann segir allt sem við kemur BDSM bera með sér sterk og stór orð sem auðvelt sé að nota í svokallaðar smellubrellur (e. clickbait) til að fá sem flesta til að smella á fréttina. „Vandamálið er það að þessar fyrirsagnir fá fólk vissulega til að smella en fólk les ekki niðurlagið og fær ekki þau skilaboð sem fréttin ætti að vera að skila,“ segir hann. Þá segir hann fordóma í garð BDSM-fólks hafa minnkað undanfarið. „Við finnum rosalegan mun á síðustu árum hvað mikið hefur lagast. Það kemur með auknum sýnileika og umfjöllun.“ Magnús segir það hafa verið vandamál að fólk hafi getað fundið sér stað inni í skápnum. Áherslan hafi ekki verið á það að koma út úr honum. „Það má segja að það viðhaldi ástandinu. Það gerir engum gott að vera fastur inni í skápnum með part af sjálfum sér.“ Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
„Þetta er í rauninni rosalega stór og mikill áfangi. Það er svo mikilvægt að auka sýnileikann og sýna fjölbreytnina í flórunni,“ segir Magnús Hákonarson, formaður BDSM á Íslandi, um þátttöku félagsins í Gleðigöngu Hinsegin daga sem var gengin á laugardaginn. BDSM-fólk tók þá í fyrsta sinn þátt í göngunni undir merkjum félagsins.Magnús Hákonarson, formaður BDSM á ÍslandiUpplifunina af því að ganga í Gleðigöngunni í ár segir Magnús hafa einkennst af hamingju og gleði. Einhverjir hafa þó ekki verið samþykkir tilvist BDSM á Íslandi en hann segir að heyra hafi mátt hóp fólks hrópa að þeim ókvæðisorð. Meðal annars var BDSM-fólk kallað „helvítis perraógeð“. „Þetta sýnir hvað það er mikilvægt að taka þátt. Það, í rauninni, er lykillinn að þessu öllu saman,“ segir Magnús. Þegar tilkynnt var um þátttöku BDSM á Íslandi í Gleðigöngunni skrifaði BDSM á Íslandi eftirfarandi á Facebook-síðu sína: „Atriðið verður frekar lágstemmt og hógvært, engar pyntingar eða svipusmellir, bara fólk að sýna samstöðu með sjálfu sér og öðrum.“ Magnús segir það hafa verið skrifað sem kaldhæðið grín en segir nokkra fjölmiðla hafa gripið þessi orð á lofti og sett þau í fyrirsögn. Hann segir allt sem við kemur BDSM bera með sér sterk og stór orð sem auðvelt sé að nota í svokallaðar smellubrellur (e. clickbait) til að fá sem flesta til að smella á fréttina. „Vandamálið er það að þessar fyrirsagnir fá fólk vissulega til að smella en fólk les ekki niðurlagið og fær ekki þau skilaboð sem fréttin ætti að vera að skila,“ segir hann. Þá segir hann fordóma í garð BDSM-fólks hafa minnkað undanfarið. „Við finnum rosalegan mun á síðustu árum hvað mikið hefur lagast. Það kemur með auknum sýnileika og umfjöllun.“ Magnús segir það hafa verið vandamál að fólk hafi getað fundið sér stað inni í skápnum. Áherslan hafi ekki verið á það að koma út úr honum. „Það má segja að það viðhaldi ástandinu. Það gerir engum gott að vera fastur inni í skápnum með part af sjálfum sér.“ Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. ágúst 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42 Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30 Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Gleðigangan: Risavaxinn einhyrningur Páls Óskars sló í gegn Gríðarlegur fjöldi var samankominn í bænum til þess að fylgjast með Gleðigöngunni. 6. ágúst 2016 15:42
Söguleg gleðiganga en ekki bara glimmer Sá sögulegi atburður varð í gleðigöngunni í Reykjavík í dag að Guðni Th. Johannesson ávarpaði hátíð hinsegin fólks, fyrstur forseta í heiminum. Þótt gleðin hafi svifið yfir vötnum er gangan líka vettvangur til að minna á, að baráttu hinsegin fólks er ekki lokið. 6. ágúst 2016 20:30
Guðni Th. brýtur blað: Fyrsti forsetinn í heiminum til að taka opinberlega þátt í gleðigöngu hinsegin fólks Forseti Íslands ávarpar Gleðigönguna í dag. 6. ágúst 2016 12:20