Vona að árangur minn verði hvatning fyrir ungt sundfólk á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2016 06:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir á leikunum í Ríó. Vísir/Anton Síðustu tólf mánuðir hafa verið magnaðir fyrir sundkonuna Hrafnhildi Lúthersdóttur sem hefur frá og með Heimsmeistaramótinu í Kazan 2015 tekið hvert skrefið á fætur öðru í átta að því að fá fulla aðild að elítuhópi bringusundskvenna heimsins. Hrafnhildur tók eitt stærsta skrefið aðfaranótt mánudagsins þegar hún tryggði sér sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi. „Þetta er mjög stórt fyrir mig enda stærsta sundmót sem er til fyrir sundmenn. Jú, jú, við erum með heimsmeistaramótið en það er ekkert í líkingu við þetta,“ segir Hrafnhildur. Það hefur verið frábært að fylgjast með framförum hennar síðustu árin. Hún virðist alltaf geta tekið næsta skref og nú er komin það langt að hún skrifar nýjan kafla í íslensku sundsöguna á hverju stórmóti. Hrafnhildur lenti í miklu mótlæti fyrir Ólympíuleikana í London 2012 þegar hún meiddist rétt fyrir leikana en í stað þessa að brotna þá gaf hún í. Nú skrifaði hún tvisvar söguna á sama deginum með því að komast fyrst í undanúrslit og svo í úrslit á Ólympíuleikum. Því hafði íslensk sundkona aldrei náð fyrir leikana í Ríó. Hrafnhildur fór í úrslit í tveimur greinum á HM í Kazan fyrst íslenskra kvenna í ágúst 2015 og hún vann þrenn verðlaun á EM í 50 metra laug í London í maí sem fáa hefði dreymt um að væri möguleiki fyrir nokkrum árum. Hún fagnaði 25 ára afmæli sínu þremur dögum fyrir setningarhátíðina. „Þegar maður verður eldri þá á maður ekki endilega að ná því að verða betri. Sem betur fer þá er það þannig hjá mér því ég virðist geta farið hraðar þegar ég þroskast meira og þá get ég áfram bætt mig,“ segir Hrafnhildur. Hún nýtir sér allt til þess að læra meira. „Það er rosalega gott að geta fengið athugasemdir frá öllum,“ segir Hrafnhildur en auk Jacky Pellerin landsliðsþjálfara eru í Ríó Klaus-Jürgen Ohk þjálfari hennar hjá SH og Anthony Conrad Nesty þjálfari hennar í Flórída-háskóla í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur ekki áhyggjur af því að hún sé að fá of mikið af upplýsingum þegar svona margir þjálfarar eru að skipta sér af henni. „Þeir eru allir stilltir inn á það sama. Þess vegna held ég að mér hafi gengið svona vel og að ég sé að æfa svona vel. Það sem ég er að æfa hjá Nesty er svipað og það sem ég er að æfa með Klaus þegar ég fer heim,“ segir Hrafnhildur. „Þeir eru að hittast í fyrsta skiptið hérna á þessum leikum. Þegar Klaus fer yfir þær upplýsingar sem Nesty er að gefa mér þá segir hann: Ó, já, þetta er bara það sama og ég myndi gera. Þeir eru að spila á svipuðum nótum og það er rosalega þægilegt fyrir mig að sjá það og vinna með það,“ segir Hrafnhildur. Hún hefur góða sögu að segja af Klaus-Jürgen Ohk. „Ég vinn svo vel með Klaus. Hann skrifaði upp markmið fyrir mig fyrir heimsmeistaramótið í stuttu lauginni 2013. Þar skrifaði hann að við ætluðum að komast í úrslit á HM og svo í úrslit á Ólympíuleikunum. Til þess að gera það þá gerum við þetta, þetta og þetta. Svona voru skrefin og hann skrifaði þetta allt niður og sýndi mér," segir Hrafnhildur og þetta stóðst allt. „Hann sagði mér núna að ég væri búin að fara eftir öllum skrefunum og ná þessum árangri. Það er allt búið að ganga upp og það er rosalega heppilegt,“ segir Hrafnhildur og hún er núna án vafa búin að stimpla sig inn í hóp bestu bringusundskvenna heims. „Ég er með þeim bestu myndi ég segja og ég er mjög ánægð með það. Ég vona líka að þetta geti verið góð hvatning fyrir yngri sundmenn heima og hvetji þau að halda áfram að synda. Þó að maður verður eldri þá getur maður haldið áfram að bæta sig,“ segir Hrafnhildur. Hún synti úrslitasundið í nótt þegar Fréttablaðið var farið í prentun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. ágúst. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Sjá meira
Síðustu tólf mánuðir hafa verið magnaðir fyrir sundkonuna Hrafnhildi Lúthersdóttur sem hefur frá og með Heimsmeistaramótinu í Kazan 2015 tekið hvert skrefið á fætur öðru í átta að því að fá fulla aðild að elítuhópi bringusundskvenna heimsins. Hrafnhildur tók eitt stærsta skrefið aðfaranótt mánudagsins þegar hún tryggði sér sæti í úrslitasundinu í 100 metra bringusundi. „Þetta er mjög stórt fyrir mig enda stærsta sundmót sem er til fyrir sundmenn. Jú, jú, við erum með heimsmeistaramótið en það er ekkert í líkingu við þetta,“ segir Hrafnhildur. Það hefur verið frábært að fylgjast með framförum hennar síðustu árin. Hún virðist alltaf geta tekið næsta skref og nú er komin það langt að hún skrifar nýjan kafla í íslensku sundsöguna á hverju stórmóti. Hrafnhildur lenti í miklu mótlæti fyrir Ólympíuleikana í London 2012 þegar hún meiddist rétt fyrir leikana en í stað þessa að brotna þá gaf hún í. Nú skrifaði hún tvisvar söguna á sama deginum með því að komast fyrst í undanúrslit og svo í úrslit á Ólympíuleikum. Því hafði íslensk sundkona aldrei náð fyrir leikana í Ríó. Hrafnhildur fór í úrslit í tveimur greinum á HM í Kazan fyrst íslenskra kvenna í ágúst 2015 og hún vann þrenn verðlaun á EM í 50 metra laug í London í maí sem fáa hefði dreymt um að væri möguleiki fyrir nokkrum árum. Hún fagnaði 25 ára afmæli sínu þremur dögum fyrir setningarhátíðina. „Þegar maður verður eldri þá á maður ekki endilega að ná því að verða betri. Sem betur fer þá er það þannig hjá mér því ég virðist geta farið hraðar þegar ég þroskast meira og þá get ég áfram bætt mig,“ segir Hrafnhildur. Hún nýtir sér allt til þess að læra meira. „Það er rosalega gott að geta fengið athugasemdir frá öllum,“ segir Hrafnhildur en auk Jacky Pellerin landsliðsþjálfara eru í Ríó Klaus-Jürgen Ohk þjálfari hennar hjá SH og Anthony Conrad Nesty þjálfari hennar í Flórída-háskóla í Bandaríkjunum. Hrafnhildur hefur ekki áhyggjur af því að hún sé að fá of mikið af upplýsingum þegar svona margir þjálfarar eru að skipta sér af henni. „Þeir eru allir stilltir inn á það sama. Þess vegna held ég að mér hafi gengið svona vel og að ég sé að æfa svona vel. Það sem ég er að æfa hjá Nesty er svipað og það sem ég er að æfa með Klaus þegar ég fer heim,“ segir Hrafnhildur. „Þeir eru að hittast í fyrsta skiptið hérna á þessum leikum. Þegar Klaus fer yfir þær upplýsingar sem Nesty er að gefa mér þá segir hann: Ó, já, þetta er bara það sama og ég myndi gera. Þeir eru að spila á svipuðum nótum og það er rosalega þægilegt fyrir mig að sjá það og vinna með það,“ segir Hrafnhildur. Hún hefur góða sögu að segja af Klaus-Jürgen Ohk. „Ég vinn svo vel með Klaus. Hann skrifaði upp markmið fyrir mig fyrir heimsmeistaramótið í stuttu lauginni 2013. Þar skrifaði hann að við ætluðum að komast í úrslit á HM og svo í úrslit á Ólympíuleikunum. Til þess að gera það þá gerum við þetta, þetta og þetta. Svona voru skrefin og hann skrifaði þetta allt niður og sýndi mér," segir Hrafnhildur og þetta stóðst allt. „Hann sagði mér núna að ég væri búin að fara eftir öllum skrefunum og ná þessum árangri. Það er allt búið að ganga upp og það er rosalega heppilegt,“ segir Hrafnhildur og hún er núna án vafa búin að stimpla sig inn í hóp bestu bringusundskvenna heims. „Ég er með þeim bestu myndi ég segja og ég er mjög ánægð með það. Ég vona líka að þetta geti verið góð hvatning fyrir yngri sundmenn heima og hvetji þau að halda áfram að synda. Þó að maður verður eldri þá getur maður haldið áfram að bæta sig,“ segir Hrafnhildur. Hún synti úrslitasundið í nótt þegar Fréttablaðið var farið í prentun.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. ágúst.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ „Gerðum gott úr þessu“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið „Getum brotið blað í sögu handboltans“ Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Dagskráin í dag: Fyrsti þáttur A & B og átta liða úrslit FA bikarsins Stoppaði skyndisókn og stóð á haus „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti