Framkvæmdastjóri Hafnarness: Salan framkvæmd til að halda rekstri áfram Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2016 20:57 Ólafur segir það lágmark að menn kynni sér málavexti áður en þeir tjá sig um málið. Vísir „Það er sárt að sjá hvernig sumir vilja mála ljóta mynd af [sölunni] og setja [hana] í afskræmdan búning. Líkt og ég hef komið hér inn á þá voru þetta erfið spor að taka og okkur var hugsað til starfsfólksins og samfélagsins,“ skrifar Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf., í aðsendri grein á Hafnarfréttum.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.Undir lok síðasta mánaðar bárust fregnir af því að HB Grandi hefði keypt aflahlutdeildir fyrirtækisins, sem staðsett er í Þorlákshöfn, í bolfiski. Þar ræðir um tæplega 1.600 þorskígildistonn sem fyrirtækið hyggst flytja til Vopnafjarðar til að tryggja bolfisksvinnslu þar. Salan átti sér stað vegna skuldar Hafnarness við viðskiptabanka sinn. Sú skuld var tilkomin vegna kaupa á aflaheimildum árið 2006. „Salan nú var framkvæmd til að eiga kost á að halda áfram rekstri fyrirtækisins. Þetta voru gífurlega þung og sár spor fyrir okkur, enda hafa aðstandendur félagsins stundað útgerð í 40 ár,“ skrifar Ólafur. Í kjölfar brotthvarfs kvótans úr byggðarlaginu sendi bæjarstjórn Ölfuss meðal annars frá sér ályktun auk þess að bæjarstjórinn Gunnsteinn Ómarsson sagði sína skoðun á kaupunum. Að mati Ólafs er framganga bæjarstjórnar ósvífin og dónaskapur gagnvart fyrirtækinu. Að hans mati ættu bæjarstjórnarmenn að einbeita séra ð því að styðja við atvinnurekstur í bænum og þá ekki síst þegar fyrirtæki eru að reyna að vinna sig úr erfiðri stöðu. „Að láta í veðri vaka að þetta hafi verið auðveld ákvörðun hjá okkur er í besta falli ósmekklegt. Fyrirtækið og aðstandendur þess bera sterkar taugar til sinnar heimasveitar og hafa reynt að láta gott af sér leiða. Síðustu misseri hafa verið mjög erfið og ákvörðunin um söluna var ekki tekin af léttúð, heldur illri nauðsyn. Þetta var nauðsynlegt skref til þess að geta haldið áfram rekstri til langframa og halda sem flestum í vinnu til lengri tíma litið,“ ritar Ólafur. Þá þykir honum einnig ómaklega vegið að fyrirtækinu með þeirri fullyrðingu sveitarstjórnarmanna að þeir hafi fyrst frétt af málinu í fjölmiðlum. Þeim hefði verið í lófa lagið að heyra í aðstandendum Hafnarness eða að kíkja í heimsókn í fyrirtækið. „Það þykir mér ekki til eftirbreytni, lágmark er að menn hafi reynt að kynna sér málin áður en þeir fara að tjá sig um þau í fjölmiðlum,“ segir í greininni. Hana má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Formaður SFS segir óalgegnt að kvóti sé færður milli kjördæma Jens Garðar Helgason segir fyrirtæki í sjávarútvegi yfirleitt sýna mikla samfélagslega ábyrgð. 27. júlí 2016 14:43 Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. 26. júlí 2016 17:59 Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
„Það er sárt að sjá hvernig sumir vilja mála ljóta mynd af [sölunni] og setja [hana] í afskræmdan búning. Líkt og ég hef komið hér inn á þá voru þetta erfið spor að taka og okkur var hugsað til starfsfólksins og samfélagsins,“ skrifar Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarnes VER hf., í aðsendri grein á Hafnarfréttum.Ólafur Hannesson, framkvæmdastjóri Hafnarness VER.Undir lok síðasta mánaðar bárust fregnir af því að HB Grandi hefði keypt aflahlutdeildir fyrirtækisins, sem staðsett er í Þorlákshöfn, í bolfiski. Þar ræðir um tæplega 1.600 þorskígildistonn sem fyrirtækið hyggst flytja til Vopnafjarðar til að tryggja bolfisksvinnslu þar. Salan átti sér stað vegna skuldar Hafnarness við viðskiptabanka sinn. Sú skuld var tilkomin vegna kaupa á aflaheimildum árið 2006. „Salan nú var framkvæmd til að eiga kost á að halda áfram rekstri fyrirtækisins. Þetta voru gífurlega þung og sár spor fyrir okkur, enda hafa aðstandendur félagsins stundað útgerð í 40 ár,“ skrifar Ólafur. Í kjölfar brotthvarfs kvótans úr byggðarlaginu sendi bæjarstjórn Ölfuss meðal annars frá sér ályktun auk þess að bæjarstjórinn Gunnsteinn Ómarsson sagði sína skoðun á kaupunum. Að mati Ólafs er framganga bæjarstjórnar ósvífin og dónaskapur gagnvart fyrirtækinu. Að hans mati ættu bæjarstjórnarmenn að einbeita séra ð því að styðja við atvinnurekstur í bænum og þá ekki síst þegar fyrirtæki eru að reyna að vinna sig úr erfiðri stöðu. „Að láta í veðri vaka að þetta hafi verið auðveld ákvörðun hjá okkur er í besta falli ósmekklegt. Fyrirtækið og aðstandendur þess bera sterkar taugar til sinnar heimasveitar og hafa reynt að láta gott af sér leiða. Síðustu misseri hafa verið mjög erfið og ákvörðunin um söluna var ekki tekin af léttúð, heldur illri nauðsyn. Þetta var nauðsynlegt skref til þess að geta haldið áfram rekstri til langframa og halda sem flestum í vinnu til lengri tíma litið,“ ritar Ólafur. Þá þykir honum einnig ómaklega vegið að fyrirtækinu með þeirri fullyrðingu sveitarstjórnarmanna að þeir hafi fyrst frétt af málinu í fjölmiðlum. Þeim hefði verið í lófa lagið að heyra í aðstandendum Hafnarness eða að kíkja í heimsókn í fyrirtækið. „Það þykir mér ekki til eftirbreytni, lágmark er að menn hafi reynt að kynna sér málin áður en þeir fara að tjá sig um þau í fjölmiðlum,“ segir í greininni. Hana má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Formaður SFS segir óalgegnt að kvóti sé færður milli kjördæma Jens Garðar Helgason segir fyrirtæki í sjávarútvegi yfirleitt sýna mikla samfélagslega ábyrgð. 27. júlí 2016 14:43 Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. 26. júlí 2016 17:59 Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09
Formaður SFS segir óalgegnt að kvóti sé færður milli kjördæma Jens Garðar Helgason segir fyrirtæki í sjávarútvegi yfirleitt sýna mikla samfélagslega ábyrgð. 27. júlí 2016 14:43
Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. 26. júlí 2016 17:59