Viðskipti innlent

Farþegamet hjá Icelandair

Sæunn Gísladóttir skrifar
Vélar Icelandair fluttu tæplega hálfa milljón farþega í millilandaflugi í júlí.
Vélar Icelandair fluttu tæplega hálfa milljón farþega í millilandaflugi í júlí. Vísir/Vilhelm
Í júlí flutti Icelandair Group 491 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 18 prósent fleiri en í júlí á síðasta ári. Farþegafjöldinn er sá mesti í einum mánuði frá stofnun félagsins, segir í tilkynningu.

Sætanýtingin var 87,7 prósent samanborið við 88,9 prósent í júlí í fyrra. Framboðsaukning á milli ára nam 22 prósent.

Farþegar í innanlandsflugi og Grænlandsflugi voru 35 þúsund í júlí. Framboð félagsins jókst um 14 prósent samanborið við 2015. Sætanýting nam 71,6 prósent og lækkaði um 5,9 prósentustig á milli ára. Skýrist það að mestu af nýjum áfangastað á Grænlandi sem enn er verið að skapa markað fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×