Viðskipti innlent

Jón Birgir ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jón Birgir Guðmundsson.
Jón Birgir Guðmundsson.
Jón Birgir Guðmundsson hefur verið ráðinn útibússtjóri útibús Íslandsbanka á Akureyri en hann hefur undanfarin 11 ár starfað hjá Sjóvá á Akureyri, bæði sem útibússtjóri og frá árinu 2008 forstöðumaður útibúa og umboða Sjóvá utan Reykjavíkur.

Árin 2002-2005 starfaði Jón Birgir sem verkefnastjóri bæjarráðs Akureyrarbæjar og var aðstoðarmaður bæjarstjóra þar sem hann kom að  ýmis konar ráðgjöf og vinnu í tengslum við endurskipulagningu á stjórnsýslu sveitarfélagsins.

Þá hefur hann einnig starfað sem forstöðumaður Akureyrarútibús IMG og síðan sem framkvæmdastjóri mannauðslínu IMG.

Jón Birgir lauk fyrri hluta námi í viðskiptafræði við Háskólanum í Tríer í Þýskalandi og síðan B.Sc. prófi í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst.

 

Jón Birgir mun hefja störf þann 1. október næstkomandi og tekur við af Inga Björnssyni. Útibú Íslandsbanka á Akureyri er eitt þriggja stærstu útibúa Íslandsbanka og þjónar bæði einstaklingum sem fyrirtækjum og er stærsta fjármálamiðstöð Norðurlands, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×