Lífið

Kim Kardashian segist ekki vera „free-the-nipple“ týpan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
„Allir spyrja mig, ertu feministi,“ sagði Kim.
„Allir spyrja mig, ertu feministi,“ sagði Kim. Twitter-síða Kim Kardashian
Þrátt fyrir trú Kim Kardashian á jákvæða líkamsímynd og stuðning hennar við aðra konur í viðskiptaheiminum segist hún ekki geta kallað sig feminista.

„Allir spyrja mig, ertu feministi?,“ sagði Kim á ráðstefnunni BlogHer'16 sem fór fram um helgina. „Ég held að ég sé það ekki.“

Hún gaf þó lýsingu á því hver hennar skoðun væri á þessum málum og sagði þá:

„Ég geri það sem gerir mig hamingjusama og ég vil að konur öðlist sjálfstraust og ég styð konur heilshugar. Ég er samt ekki free-the-nipple týpan.“

Free-the-nipple er alþjóðleg herferð kvenna sem miðað að því að stuðla að kynjajafnrétti. Ísland hefur ekki farið varhluta af því og hafa verið skipulagðir free-the-nipple viðburðir hér á landi.

Við eitt slíkt tækifæri útskýrði Bóel Sigríður Guðbrandsdóttir hvað free-the-nipple væri.

„Markmiðið er einfaldlega að stuðla að kynjajafnrétti. Það er svo mikið tabú að konur séu berar að ofan og það er viðtekið innan samfélagsins að þetta sé eitthvað sem megi ekki. Brjóst eru ekki kynfæri og við viljum bara dásama líkamann,“ segir Bóel.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×