Erlent

Tíu látnir eftir loftárás á sjúkrahús

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aldrei hafa verið gerðar jafn margar árásir á sjúkrahús og í síðasta mánuði frá því að átökin í Sýrlandi hófust fyrir fimm árum.
Aldrei hafa verið gerðar jafn margar árásir á sjúkrahús og í síðasta mánuði frá því að átökin í Sýrlandi hófust fyrir fimm árum. Vísir/Getty
Tíu er látnir eftir að loftárás var gerð á sjúkrahús í bænum Meles í Sýrlandi í gær. Loftárásir á sjúkrahús eru tíðar í Sýrlandi en aldrei hafa verið gerðar jafn margar árásir á sjúkrahús og í síðasta mánuði frá því að átökin hófust fyrir fimm árum.

Alls voru gerðar 43 loftárásir á Sýrland í júlí, meira ein árás á dag samkvæmt upplýsingum frá mannréttindasamtökum í Sýrlandi. Árásin í gær varð gerð í bæ skammt frá Idlib sem er undir yfirráðum uppreisnarmanna í Sýrlandi.

Í frétt Reuters er tekið fram að ekki sé vitað hver beri ábyrgð á loftárásinni en þó sagt að vitað sé að sýrlenskar og rússneskar herþotur fljúgi reglulega í grennd við það svæði sem um ræðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×