Enski boltinn

Pogba á leið í læknisskoðun hjá Man Utd | #pogback

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pogba varð fjórum sinnum ítalskur meistari með Juventus.
Pogba varð fjórum sinnum ítalskur meistari með Juventus. vísir/getty
Manchester United hefur staðfest að franski miðjumaðurinn Paul Pogba sé á leið í læknisskoðun hjá félaginu.

Sagan endalausa virðist því loksins á enda en möguleg félagaskipti Pogba frá Juventus til United hafa verið mikið í umræðunni í sumar.

Talið er að Pogba muni kosta rúmar 100 milljónir punda sem gera hann að dýrasta leikmanni fótboltasögunnar.

Pogba þekkir vel til hjá United en hann var á mála hjá félaginu á árunum 2011-12. Honum tókst ekki að brjóta sér leið inn í aðalliðið og gekk til liðs við Juventus sumarið 2012.

Þar átti Pogba góðu gengi að fagna og varð m.a. fjórum sinnum ítalskur meistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Þá komst Juventus í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu vorið 2015.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×