Lífið

Muse lét áhorfendur taka Víkingaklappið í Laugardalshöll

Birgir Olgeirsson skrifar
Breska hljómsveitin Muse lék fyrir troðfullri Laugardalshöll í Reykjavík í kvöld. Söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Matt Bellamy, var í miklu stuði og ávarpaði tónleikagesti á íslensku með því að segja: „Gott kvöld Reykjavík.“

Sveitin spilaði á tónleikum hér á landi árið 2003 en Bellamy sagði í kvöld að það væri frábært að vera kominn aftur til Íslands. Þegar nokkuð var liðið á tónleikana spurði Bellamy salinn á íslensku: „Hvað er að frétta Reykjavík?“

Greinilegt var að hljómsveitin hafði fylgst vel með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi fyrr í sumar því hún leiddi því næst áhorfendaskarann í Víkingaklappið margfræga sem sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×